Skírnir - 01.09.1995, Side 202
472
PLÓTÍNOS
SKÍRNIR
ljótleiki hafi komið til hennar eins og „fegurð" utanfrá og sært
hana og saurgað hana og „blandað hana miklu böli“,20 svo að líf
hennar og skynjun voru ekki lengur hrein, heldur fór hún að lifa
dimmu lífi og dauða blöndnu vegna samneytisins við hið illa,
enda sér hún ekki lengur það sem sál ber að sjá, fær ekki lengur
að vera með sjálfri sér þar sem hún dregst æ út og niður og í
dimmuna?21 Óhrein er hún, hygg ég, og hvarvetna dregin í átt til
hins skynjanlega, allmenguð af hinu líkamlega og samneytir mjög
hinu efnislega og veitir viðtöku annarlegri mynd og breytist til
hins verra af blönduninni; rétt eins og sá sem fer á kaf í eðju eða
for skartar ekki sömu fegurð og áður heldur sést hvar hann
strauk burt eðjuna eða forina. Hann fékk ljótleikann með annar-
legri viðbót, og vilji hann verða fagur á ný er það hlutskipti hans,
að þvo sér og hreinsa svo hann verði það sem er eðli hans. Við
hefðum því á réttu að standa ef við segðum að sál verði ljót með
samkrulli og blöndun við líkamann og efnið. Þetta er þá ljótleiki
sálar, að vera ekki hrein og ómenguð eins og gull, heldur full
jarðneskju. Sé moldin numin burt stendur gullið eftir og er fagurt
er það stendur aðskilið frá hinu „eitt með sjálfu sér“.22 Eins er
með sálina, þegar hún er aðskilin frá löngunum sem hún hefur
fengið gegnum líkamann sem hún samneytti úr hófi, laus undan
öðrum áverkum og hreinsuð af líkamsvistinni, og dvelur ein og
hefur varpað frá sér öllu hinu ljóta sem kom frá hinu eðlinu.
6. Því eins og hið fornkveðna segir eru „hófsemi og hugrekki"
og sérhver dygð og „einnig viskan sjálf hreinsun“. Þess vegna
segja launhelgarnar satt er þær tala í gátum um að hinn óhreini
„liggi í forinni í Hadesarheimi".23 Því forin er hinum óhreina kær
sakir illsku hans, eins og svínin, sem eru óhrein til líkamans, hafa
einnig yndi af slíku. Hvað gæti líka sönn hófsemi verið annað en
að snúa baki við líkamlegum nautnum og forðast þær sem eitt-
hvað sem hvorki er hreint né hreinu hæfandi? Og dauðinn er
20 Platon, Faídon 66 B.
21 Sbr. Platon, Faídon 66 B og 79 C.
22 Rtkið 572 A.
23 Herakleitos, brot B 13. Fyrstu línurnar hér styðjast við Platon, Faídon 69 C.