Skírnir - 01.09.1995, Page 203
SKÍRNIR
UM FEGURÐINA
473
aðskilnaður sálar og líkama.24 Sá sem hyggur gott til einverunnar
óttast hann ekki. Mikilleiki sálar er fyrirlitning á því sem er hér.
Viska er hugsun sem beint er frá hinu lægra og leiðir sálina upp á
við. Hin hreinsaða sál verður þá form og regla og öldungis ólík-
amleg og huglæg og heyrir gervöll til hinu guðlega sem fegurðin
og allt þeirrar ættar stafar frá. Svo að sál sem hafist hefur upp á
svið hugar hefur aukist að fegurð. En hugurinn og það sem hug-
anum heyrir er fegurð sálarinnar - eigin fegurð hennar og ekki
annarleg, því nú er hún að sönnu ekkert nema sál. Þess vegna er
réttilega sagt að það að verða góður og fagur til sálarinnar sé að
samlagast guði,25 því þaðan kemur hið fagra og annað sem fellur
hinu verandi í skaut. Eða öllu heldur, hið verandi er fegurðin, en
hin náttúran ljótleikinn, sem er hið sama og frumbölið. Svo að í
tilviki guðs er að vera góður og vera fagur, eða góðleikinn og feg-
urðin, hið sama. Við verðum sem sagt að rannsaka hið fagra og
hið góða, hið ljóta og hið illa, á sama hátt. Og fyrsta verður að
setja þá fegurð, sem einnig er hið góða. Af henni fær hugurinn
jafnskjótt hið fagra, en sálin fyrir atbeina hans.26 Og allt annað er
fagurt fyrir tilverknað mótandi sálar: hið fagra í athöfnum og lífs-
háttum. Og líkamana - að svo miklu leyti sem þeir eru fagrir kall-
aðir - gerir sálin fagra: þar eð hún er guðleg og eins konar brot af
hinu fagra, verður það sem hún grípur og stjórnar fagurt eftir því
sem því er unnt að fá hlutdeild í hinu fagra.
7. Við verðum þá að hefja okkur aftur upp til hins góða, sem
sérhver sál sækist eftir. Sá sem hefir séð það veit hvað ég á við er
ég segi að það sé fagurt. Það er þráð sem eitthvað gott og þetta er
24 Sbr. Faídon 64 C 5-7.
25 Sbr. Þeaítetos 176 B.
26 Þessi fyrsta fegurð sem Plótínos talar um hér er það sem hann jafnan nefnir
hið Eina eða hið Góða. Það er upphafsforsenda alls sem er. Hið Eina er hafið
yfir allan skilning, því verður ekki lýst með orðum og er jafnvel „handan
veru“, þ.e.a.s. hið Eina hefur ekkert afmarkað eðli og er því ekki vera í venju-
legum skilningi. Skör neðar í þessu stigveldi veruleikans er guðlegur, altækur
hugur (nous), sem jafnframt er svið frummyndanna og sannrar veru. Á eftir
honum kemur sál, bæði sálir manna og heimssál, sem stýrir reglubundnum
ferlum og eigindum náttúrunnar, sbr. næstu línur.