Skírnir - 01.09.1995, Page 211
SKÍRNIR
ER GAGN AÐ SKÁLDSKAP?
481
Tilvísunarhyggja ogformhyggja
Snúum okkur þá að vandasömu og umdeildu viðfangsefni, semsé
áhrifum skáldverka á hugsunarhátt lesenda og jafnvel félagslega
eða póltíska framvindu samfélagsins. Fráþví skáldsagan kom fram
sem fullmótað bókmenntaform fyrir rúmum fjórum öldum (og er
þá horft framhjá Islendingasögum sem af sögulegum og land-
fræðilegum orsökum stóðu utanvið þróun þessarar bókmennta-
greinar) hafa verið uppi deilur um eiginlegt hlutverk hennar.
Ymsir hafa litið svo á, að skáldverk eigi að spegla samtíma sinn og
helst vera nokkurskonar eftirlíking daglegs lífs. Sú bókmennta-
stefna kom fram á síðustu öld og átti sitt blómaskeið frammundir
seinni heimsstyrjöld, bæði austanhafs og vestan. Samkvæmt henni
vísar skáldverk til hugmynda, tilfinninga, viðhorfa eða atvika sem
liggja utan þess. Hlutverk skáldverks er að minna lesandann á,
segja honum frá eða hjálpa honum til að skilja eða upplifa eitt-
hvað sem ekki er listrænt. Þetta viðhorf er stundum nefnt tilvís-
unarhyggja.
Svokallað raunsæi eða natúralismi í skáldsagnagerð átti sér
vissulega verðuga fulltrúa á borð við Honoré de Balzac og Emile
Zola í Frakklandi, Martin Andersen Nexo í Danmörku, Ivar Lo-
Johansson í Svíþjóð og Theodore Dreiser í Bandaríkjunum. I
þessu sambandi má kannski vísa til heimildargildis skáldskapar
og spyrja, hvort nokkur sagnfræðingur eða félagsfræðingur
(óþekkt stétt á þeirri tíð!) hefði komist með tærnar þarsem Balzac
hafði hælana í lýsingum sínum á tíðaranda, háttum og hugsana-
gangi Frakka á öndverðri síðustu öld (La comédie humaine).
Engum blöðum er um það að fletta, að fjölmargir raunsæishöf-
undar höfðu veruleg áhrif á samtíð sína og samfélag með því að
kanna og fletta ofanaf hverskyns spillingu, misrétti og öðrum
ósóma. Nægir í því sambandi að benda á miðlungsgóð skáldverk
Uptons Sinclairs sem mjög stuðluðu að mannúðlegri meðferð á
verkafólki í mikilvægum atvinnugreinum vestanhafs.
Ofgafyllsta mynd þessa viðhorfs var sósíal-realisminn eða fé-
lagslega raunsæið í ríkjum kommúnismans. Samkvæmt þeirri
kenningu átti listin að þjóna ríki og samfélagi, hafa „jákvæð"
áhrif á þegnana, kenna þeim að hugsa rétt. A listaverk voru með