Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 217
SKÍRNIR
ER GAGN AÐ SKÁLDSKAP?
487
Lokaorð
I þessum hugleiðingum hefur ekki verið gerð tilraun til að svara
spurningum Páls Skúlasonar beinum orðum, enda kannski ógern-
ingur. En með hliðsjón af því, sem hér hefur verið drepið á, virð-
ist mega gera því á fæturna, að rithöfundar sem taka hlutverk sitt
alvarlega séu hver með sínum hætti „að vinna úr reynslu mann-
fólksins og móta nýjan sjálfsskilning og skilning á heiminum við
mótsagnakenndar aðstæður samtímans“. En þá ber að hafa í
huga, að slík úrvinnsla getur aldrei átt sér stað samkvæmt óskum
eða forskriftum stjórnvalda, háskóla eða jafnvel góðfúsustu
manna sem kjósa einhlít og afdráttarlaus svör.
Kannski er líka alltof snemmt að skera úr um, hvaða höfundar
hafa náð árangri í glímunni „við mótsagnakenndar aðstæður sam-
tímans“. Þegar litið er til baka kemur í ljós að margir þeirra höf-
unda, sem dýpst spor hafa markað, voru hunsaðir eða jafnvel út-
hrópaðir af samtíð sinni, vísast vegna þess að þeir náðu ekki í
öndverðu að fanga tilfinningaskyn samferðarmannanna. Herman
Melville var ekki viðurkenndur sem einn af fremstu höfundum
Bandaríkjanna fyrren áratugum eftir dauða sinn. Verk eftir James
Joyce hafa enn ekki verið gefin út í heimalandi hans, Irlandi, þó
liðin sé ríflega hálf öld síðan hann féll frá. Hvorki Ibsen né
Strindberg hlutu almenna viðurkenningu fyrren þeir voru komnir
undir græna torfu. Tímamótaverk Halldórs Laxness og Guðbergs
Bergssonar vöktu mikið andóf þegar þau komu fyrst fyrir
almenningssjónir. Og mér þykir hafa verið furðuhljótt um ein-
hverja djúpskyggnustu íslensku skáldsögu síðari ára, Þorvald
víðförla eftir Árna Bergmann.
Ef menn gera sér í hugarlund að einhver tiltekin sýn á mann-
lífið, til dæmis ákveðin hugmyndafræði, sé best fallin til að
„vinna úr reynslu mannfólksins og móta nýjan sjálfsskilning og
skilning á heiminum", þá blasir við, að ýmsir merkustu höfundar
aldarinnar hafa aðhyllst gagnstæð lífsviðhorf. Knut Hamsun,
Ezra Pound og Louis-Fredinand Céline voru hallir undir fasisma.
Pablo Neruda, Bertolt Brecht og Martin Andersen Nexo voru
yfirlýstir kommúnistar. Paul Claudel var kaþólskari en páfinn.
T. S. Eliot var íhaldssamur hákirkjumaður og konungssinni.