Skírnir - 01.09.1995, Page 222
492
RÚNAR HELGI VIGNISSON
SKÍRNIR
Sama gildir reyndar um Ingólf skipstjóra, samband söguhetjunnar
við hann er vart nógu náið til að réttlæta þetta kastljós inn í hug hans.
Samt gerist téður kafli á þýðingarmiklu andartaki í bókinni, þegar brotið
ríður yfir, og sjáum við því aðalviðburð sögunnar frá tveimur sjónar-
hornum. Sögumaður nær síðan að sanna sig til fullnustu þegar hann
stendur í brúnni hjá Ingólfi í óveðri og á þá að hafa myndast þögull
skilningur á milli þeirra, en sú samkennd verður ósannfærandi í fram-
setningu Njarðar.
Sökum þess hve ómarkvisst þriðjupersónukaflarnir eru notaðir, auk
þess sem þeir eru ekki allir nógu bitastæðir, er hætt við að lesanda finnist
sagan detta í sundur þegar að þeim kemur. Æskilegt hefði verið að vefa
þá betur saman við frásögn sögumanns og gera þá ítarlegri eða að
minnsta kosti eftirminnilegri. Annar kostur hefði verið að láta sjónar-
hornið einungis sveiflast á milli sögumanns og Stefáns. Þá hefði getað
orðið til áleitin samræða, til dæmis á milli tveggja helminga klofinnar
sjálfsvitundar. Auk þess hefði verkið ef til vill sprengt sig að einhverju
leyti úr fjötrum stofngerðarinnar og jafnvel raunsæisins líka.
Njörður leitast á ýmsa vegu við að ljá sögunni það táknræna gildi
sem felst í titlinum. Á leiðinni í fyrsta róðurinn, þegar skipið kemur út
úr fjallaþrengslunum, hugsar sögumaður til dæmis: „Það var einhvern
veginn eins og að uppgötva heiminn á sjálfum sér, finna og sjá, að hann
var óendanlega víðáttumikill og ekki eingöngu fiskipláss á eyri í þröng-
um firði milli hárra fjalla“ (30). Sjómennskunni fylgir þannig viss innsýn
í heiminn stóra, en um leið stefna sjómennirnir að „eins konar tóm[i] á
hreyfingu" (31), sem er sjónarröndin. Þarna skapast lag til vangaveltna
um tilvistarástandið og er það til að mynda nýtt í samræðum þar sem
fram kemur að sjómennska sé ákveðin ögrun við máttarvöldin, sem birt-
ist að sögn Ananíasar bátsmanns í sjóveikinni: „Hún væri trúlega eins
konar mótmæli gegn því, að mannskepnan væri ævinlega að brjótast út
fyrir takmörk sín“ (33) og vissi í þokkabót ekkert hvert hún væri að fara.
Beinar trúarlegar skírskotanir eru líka allmargar og tengjast sérstaklega
Ananíasi. Þannig eru lesendur fræddir um að nafn Ananíasar sé úr Post-
ulasögunni, sá Ananías hafi logið að postulanum og þar með að Guði
þegar hann skaut sínum hlut undan í stað þess að deila með öðrum. Fað-
ir hans átti að hafa „valið honum þetta nafn til að innræta honum lítillæti
og sannsögli" (9). Þegar konan hótar að fara frá Ananíasi biður hann um
ellefu daga frest af því „að þegar Júdas var búinn að hengja sig, þá vóru
postularnir ekki nema ellefu" (77). Tengingin við eilífðarmálin er enn ít-
rekuð með því að Ananías kallar brotið sem ríður yfir skipið togara-
skírn: „Þú veist þá núna, að sjómenn fá öllu hryssingslegri og blautari og
saltari skírn en þessa fáu dropa sem prestarnir láta leka á hausinn á smá-
börnum [. . .] Síðan ég fór á sjóinn, hef ég alltaf verið sannfærður um, að
niðurdýfing sé eina rétta aðferðin við skírn“ (66-67). Loks er þess að