Skírnir - 01.09.1995, Side 223
SKÍRNIR
SJÓARINN SEM ER EKKI TIL
493
geta að Ingólfur skipstjóri, hæstráðandi um borð, ákallar Guð þegar
brotið ríður yfir og þarf svo sem engan að undra, því vart getur hinn viti
borni maður haft meiri þörf fyrir trú en þegar hann stendur vanmáttugur
gagnvart jafnhamslausum veruleika og hafinu, heimsins stærsta skírnar-
fonti.
Njörður leitar líka tenginga við Islandssöguna og landnámið, en fer
ekki miklu dýpra í þá sálma en að láta sögumann setja sig í spor nor-
rænna landnámsmanna: „Eg reyndi að hugsa mig til baka í gegnum ald-
irnar og ímynda mér hvernig hefði verið að koma hingað í fyrsta sinn
undir seglum í opnu skipi“, segir sögumaður frammi fyrir Grænlands-
jökli (106-7). Reyndar heitir annar stýrimaður Gunnar Hámundarson og
skipstjórinn Ingólfur (Gíslason þó), eins og fram hefur komið, og fara
þeir nokkurs konar landkönnunarleiðangur að Grænlandsströndum,
þannig að finna má vissa hliðstæðu með víkingum. Skipverjar velta
einnig fyrir sér nafni Islands og er sögumaður helst á því að það sé dreg-
ið af latneska orðinu „insula" og spænska orðinu „isla“, sem þýði eyja
(85). Tuttugu síðum síðar er Hafborgu líkt við klett í hafinu (105) og
leikur þá ekki lengur á tvennu að skipinu er ætlað að vera afdrep í lífsins
ólgusjó eins og eyjan Island.
Þótt þessar skírskotanir séu misvel unnar og ef til vill ekki ýkja sann-
færandi þegar á heildina er litið stuðla þær að því að gera Hafborgina að
táknmynd fyrir íslenskt samfélag, eða jafnvel samfélag manna almennt.
Þar eru allir á sama báti og verða að vinna saman á kristilegum forsend-
um ef vel á að fara, og því er samkenndin dýrmætasta eign mannsins,
eins og séra Sigurður kemst að orði í bókinni. Þessu hefur Ananías áttað
sig á fyrir tilstuðlan sagnanna af nafna sínum og svikaranum Júdasi. Sag-
an hefur því, líkt og ævintýrin og dæmisögur Jesú, siðaboðskap fram að
færa.
Skáldsaga Baldurs Gunnarssonar, Með mannabein í maganum, sver
sig í ætt við sögu Njarðar. Þar segir af ungum pilti sem lætur munstra sig
á togara, síðasta síðutogara lýðveldisins, til að hvíla sig á skólabókunum.
Þetta er jólatúr og aflinn er seldur í Bremerhaven þar sem áhöfnin, sam-
safn af slörkurum, tekur þátt í ólifnaði og hórlífi að hætti hússins. Há-
marki nær sagan þó á heimleiðinni, en þá sverfur til stáls milli hásetanna
og mannskætt óveður ríður yfir. Áhöfn þessa skips hefur því ekki lært
lexíu Ananíasar og verður táknmynd þeirrar hnignunar sem reifuð er
framarlega í bókinni: „Handverk var hunsað, hvaðþá sjómennska [...]
Markmiðin lágu ekki lengur útá sjó“ (11).
Sagan er höfð eftir „kunningja" og er sem slík dæmigerð fyrstuper-
sónufrásögn, en hlustandi skrásetur söguna og skýtur inn stöku skáletr-
uðum kafla þegar skil verða í frásögn kunningjans. Frásagnaraðferðin
minnir á Innstu myrkur Josephs Conrad, þar sem Marlow segir skrásetj-
ara ferðasögu sína. Þótt verkin séu að flestu leyti ólík lýsa þau bæði