Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1995, Page 224

Skírnir - 01.09.1995, Page 224
494 RÚNAR HELGI VIGNISSON SKÍRNIR ferðalagi inn í innstu myrkur mannssálarinnar. í sögu Baldurs eru þeir Eggert og Þórður gamli þögli miðskips. Þeir félagar tortryggja hvor ann- an og þykjast báðir sjá eitt og annað misjafnt í fari hins. Gefið er í skyn að Eggert sé falsmaður, jafnvel tugthúslimur, og kunni ekki raunverulega til verka, heldur hafi lært af bók eða námskeiði, enda lendir hann í stöð- ugum vandræðum með pokahnútinn og má þola háðung af Þórði fyrir vikið. Uppgjör fer fram á heimleiðinni þegar Þórður liggur í saur sínum eftir langvarandi drykkju og Eggert, sem er undir áhrifum annars konar vímuefna, lætur hann fá til tevatnsins af dýrslegri heift. Báðir fara síðan útbyrðis, Þórður án þess að nokkur verði þess var, en Eggert tekur út þegar brot ríður yfir. I þessum átökum eiga væntanlega að mætast tím- arnir tvennir, ellegar ólík viðhorf til sjómennskunnar. Veruleg dýpt næst þó ekki í frásögnina, heldur leysist hún upp í hálfgerðan farsa þar sem stöðugt er reynt að yfirkeyra lesandann með svæsnari og svæsnari lýs- ingum. Frásagnaraðferðin veldur nokkru um það að sagan verður ekki djúp- skreiðari en raun ber vitni. „Kunningi" er að vísu ágætur sögumaður, (full)vel máli farinn og kjarnyrtur, en hinir örstuttu innskotskaflar skrá- setjarans, þar sem lýst er málhvíldum sögumanns og reykingum, orka tvímælis. Þeir bæta engu öðru við verkið en áminningu um að hér er ver- ið að segja landkröbbum sögu af löngu liðnum túr á togara. I innskotun- um fer ekki heldur fram nein umræða um söguna og vart hægt að tala um að þau auki eftirvæntingu lesandans, eins og málhvíldir gera gjarnan. Þessi bygging býður eigi að síður upp á heillandi möguleika. Það hefði til dæmis legið beint við að vinna með hið hefðbundna fyrirbæri „saga af sjónum", enda virðist frásögn kunningjans spretta af hefðbundnu skipa- málverki á veggnum. Þess í stað sitja hlustendurnir þrír, sem við vitum svo til ekkert um, eins og dolfallnir undir klisjum sögunnar og þegar henni er lokið segir enginn neitt. Innskotsköflunum fylgir krafa um tal- málsstíl á frásögninni og því fer ekki framhjá lesandanum að honum er ekki alltaf fyrir að fara. Skáldsagan Múkkinn eftir Eyvind P. Eiríksson er allvel heppnuð til- raun til að fást við veruleik sjómannsins með því að bræða saman raun- sæi og módernisma. Sagan hefur hefðbundinn söguþráð, en þó ber svo við að söguhetjan er ekki nýliði: Magnús er reyndur sjómaður sem hefur munstrað sig á Suðureyna, gamlan jálk á síðasta snúningi. Hann kynnist mannskapnum, klámkjöftum og ælandi nýliðum, kemst í hann krappan (virðist reyndar ekki lifa af að lokum), þvælist svo með áhöfninni í róstusömum landlegum og hittir kvenmann. Þessi hefðbundni söguþráð- ur er brotinn upp á tvennan hátt; annars vegar með ljóðrænum lýsingum sem tengjast múkkanum, hins vegar með þremur stuttum köflum um sjórekið lík. Síðarnefndu innskotskaflarnir tengjast ekki meginsögu- þræðinum beint, en þá má setja í samband við frásögn af sjómanni sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.