Skírnir - 01.09.1995, Side 225
SKÍRNIR
SJÓARINN SEM ER EKKI TIL
495
tekur út (sá er að öllum líkindum fyrrnefndur Magnús).3 Kaflarnir eru
þannig nöturleg áminning um „hina“ hlið sjómennskunnar, því eins og
segir í upphafi bókarinnar, þá elur hafið „líf í lífi, og það tekur líf í lífi“
(7). Teprulaus tilsvör bóndans sem finnur líkið í þarabrúkinu eru í stíl
við kaldranann í talsmáta sjómannanna og ítreka vána sem er fylgifiskur
þeirra. Um leið er amstur mannanna séð í öðru ljósi: „En skrokkar, sem
rekur, sjálfdauðir dýraskrokkar, hvort sem þau dýr heita selir eða fiskar
eða fuglar, nú eða menn, þeir eru ekki mikils virði, sýslumaður. Þú verð-
ur sennilega að viðurkenna það sjálfur" (49). Innskotskaflarnir um sjó-
rekna líkið rjúfa hina línulegu frásögn og gefa tilfinningu fyrir hinu
ósagða, fyrir ákveðinni ókennd. Þannig er Múkkinn látinn svífa spöl-
korn á vaengjum módernismans.
Það skiptir þó ekki síður sköpum fyrir þetta verk að í því býr um-
talsverður stílgaldur. Kemur hann fram með margvíslegum hætti og
stuðlar að því að skapa áðurnefnda ókennd. Þetta á ekki síst við um kafl-
ana um múkkann, fuglinn sem á heima á hafinu, öfugt við mannskepn-
una. í háttum hans felst óræð dul:
Og hann birtist aftur í ljósinu, rennur skjannahvítur fram með,
vængurinn þreifar sig eftir vírnum, og hann kemur í Ijósinu og hverf-
ur snögglega fram fyrir gálgann, og enn leitar hann í ljósið, og hann
líður með vírnum í birtunni, og hann kemur og hann leitar í ljósið.
(202)
Hér, sem og í öðrum köflum um fuglinn, er sköpuð seiðmögnuð tilvist-
arstemmning, án þess að reynt sé að njörva hana niður í einstök orð með
skilgreiningum. Eins og víðar í sögunni, ekki síst í persónunni Magnúsi,
togast harkan á við mýktina, fegurðin á við ljótleikann. Þó verður ekkert
einhlítt í þeim efnum, heldur fæst mynd af því hversu samofið lífið er
dauðanum. Hér fylgir múkkinn manninum og það er „ekkert grín að
vera á sjó fyrir lítinn bát eða lítinn fugl“ (181) þegar brælir. Margt er
semsé líkt með manni og múkka. Múkkinn getur ekki flogið ef hann sér
ekki sjóinn og sjómaðurinn er utanveltu á þurru landi. Þessi fugl verður
því táknmynd sjómannslífsins.4
3 Raunar má finna skemmtilega en um leið nöturlega tengingu milli meginmáls
og innskotskaflanna. Kaflinn á undan fyrsta innskotskaflanum um sjórekna
líkið endar á þessum orðum þar sem þeir eru að bæta pokann: „Stjórna þú
þessu, Maggi. Þú átt mest við pokann. Hvað við gerum við þær ónýtu? Nú, í
hafið með djöfuls húðirnar, hvað annað?“ (48).
4 Hér er tilvalið að geta tveggja dæma um þau nánu tengsl sem eru á milli
manns og múkka í skáldsögu Eyvindar. í þann mund sem Magnús heldur í
sinn síðasta túr, eftir að hafa kvatt unnustu sína með þeim orðum að næsti túr