Skírnir - 01.09.1995, Page 227
SKÍRNIR
SJÓARINN SEM ER EKKI TIL
497
lega mun eldri og reyndari en aðalsögupersónan5 nýtist reynsla hans ekki
til að mynda neina fjarlægð eða dramatíska íroníu. Sagan situr þess vegna
föst í rómantíkinni og þar með tuggunni. Ennfremur þykir mér höfund-
urinn stöku sinnum fara flatt á frásagnaraðferðinni og gera of lítinn
greinarmun á hinum alvitra sögumanni og persónunni sem hann er að
lýsa í hug, með þeim afleiðingum að annarlegt misgengi verður milli
sögumanns og sögupersónu. Á tíðum virkar Logi full spekingslegur, eða
sögumaðurinn hálfþunnur í krummann.6 Eftir stendur þá lofgjörð um
sjómennsku og veiðiskap, raunar með ofurlitlum varnagla aftast eins og
síðar verður vikið að.
Siðmenningin og sjórinn
Eins og minnst var á hér að framan hefur lítil orðræða spunnist um
tengsl sjómanna og landmanna. Þetta samband hlýtur því að vera að
miklu leyti óskilgreint. Ef við nýtum okkur það merkingarlíkan sem ger-
ir ráð fyrir að merking ákveðins orðs sé ævinlega háð öðru orði sem er
fjarverandi eða ónefnt, verður sjómennskan einungis skilin með hliðsjón
af lífinu í landi, það er með hliðsjón af því sem sjómennirnir fara á mis
við. I þeim skáldsögum sem hér eru til umfjöllunar ættum við þá að sjá
töluverða samræðu milli þessara tveggja póla. Það stendur heima, þótt
sjaldnast sé unnið beint með þá orðræðu í verkunum, heldur á hún sér
oftastnær óbeinar birtingarmyndir. Sem dæmi um beinar birtingarmynd-
ir má þó nefna samskipti kynjanna, svo sem samband Stefáns og Olgu í
Hafborgu. Það rímar prýðilega við þá ábendingu Gísla Pálssonar mann-
fræðings að „[hjeimsmynd margra þjóða [geri] ráð fyrir því að haf og
land séu gerólíkir heimar, hafið tilheyri körlum en landið konum.“7
Landlíf og sjávar mætast líka í tungumálinu, svo sem í átökum skáld-
skaparmáls og sjóaramáls. I textunum koma öðru hverju fyrir orð og
hugtök sem eiga rót sína að rekja til höfuðskálda þjóðarinnar. Orðið
5 Þetta sést strax í fyrstu setningu Pelastikks: „Orðið frelsi var víðs fjarri Loga
Kristinssyni þar sem hann stóð í útidyrunum heima hjá sér og néri stírurnar
úr augunum“ (7).
6 Dæmi um málsgrein sem vegur salt á þessum mörkum: „Þegar maður er kom-
inn undir yfirborð sjávar og hefur ekki nema aðra höndina á sel sem búið er
að skjóta, finnur maður fyrst hvað það er lífsnauðsynlegt að halda báðum
höndum í veiðina. Undir slíkum kringumstæðum er það skelfileg tilhugsun að
missa selinn eitthvað út í buskann og verða sjálfur að koma tómhentur að
landi. Þess vegna fálmaði Logi í blindni með þeirri hendinni sem laus var [...]“
(Hjartasalt, 149).
7 Sambúð manns og sjávar, bls. 147.