Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 230
500
RÚNAR HELGI VIGNISSON
SKÍRNIR
með því að kaflar um sjómennsku sögumannsins eru sagðir í annarri per-
sónu, eins og verið sé að tala um annan mann. í skáldsögu Kristjáns
Kristjánssonar, Fjórðu hœðinni (1993), má líka skilja skyndilega munstr-
un bróður söguhetjunnar sem flótta frá heimi skólabókanna. Bróðirinn
sendir þó heim peninga sem er ætlað að létta undir með námsmanninum.
Að lokum má nefna Hengiflugið eftir Birgi Sigurðsson (1993). Þar tekur
söguhetjan Haukur sér umþóttunartíma með því að fara á skak, en hefur
áður sagt upp kennarastöðu sinni.
Ekki ber á öðru en það sé viðurkennd leið til að losna út úr samfélag-
inu að fara til sjós. Sjómenn hrærast í annarri vídd, utan við siðmenning-
una, ef marka má áðurnefndan skáldskap. En eru þeir sloppnir í raun og
veru? Lýtur samfélagið á skipinu í grundvallaratriðum öðrum lögmálum
en samfélagið uppi á landi? Eða er það „veröld í hnotskurn" (13) eins og
komist er að orði í skáldsögu Baldurs Gunnarssonar? Gísli Pálsson
mannfræðingur segir frá því í bók sinni Sambúð manns og sjávar að
margur mannfræðingurinn hafi litið svo á að hægt væri að gera grein fyr-
ir athöfnum sjómanna og því sem fram fer um borð í fiskiskipum án þess
að skírskota til félagshátta í landi. Niðurstöður Gísla hníga þó að því að
viðbrögð sjómannsins séu háð aðstæðum í landi.8 Vanlíðan Stefáns á
Hafborgu, svo einfalt dæmi sé tekið, bendir einmitt til þess að ekki sé
hægt að slíta alveg tengslin við landið, sama hversu langt sé farið. Menn
geta í mesta lagi verið stikkfrí um stundarsakir og kæra sig kannski ekki
um annað, því ,,[þ]að eru allir að hugsa um að fara í land meira og minna
allan tímann", eins og segir í Múkkanum (31). Þannig má segja að sjó-
mennskan verði aðeins skilgreind með hliðsjón af landlífi, meintur
menningarskortur sjómannanna verður að takast á við menninguna í
landi.
Raunsæiskrafan
Sjómannslíf er yfirþyrmandi veruleiki, en býr jafnframt yfir dulúð og
kynngi sem kastar eins konar álagahami yfir höfunda sjóarasagna, hvort
sem þeim líkar betur eða verr. Það sést meðal annars á því hve torvelt
þeim reynist að slíta sig frá veruleikalíkingunni, sem kemur fram í marg-
brotnum og ítarlegum lýsingum á handbrögðum, sjólagi, dýralífi og síð-
ast en ekki síst í tungutaki sjómannanna. Ef til vill er hér á ferðinni hlið-
stæða þess sem rithöfundar úr röðum ástralskra frumbyggja hafa lýst:
Viðfangsefnið er svo magnað að ekki er nokkur þörf að skálda.9 Þetta
8 Sambúð manns og sjávar, bls. 194.
9 Sjá nánar um bókmenntir ástralskra frumbyggja í grein minni, „Andfætis og
umhendis“, Tímarit Máls og menningar 3,1993, 65-75.