Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 231
SKÍRNIR
SJÓARINN SEM ER EKKI TIL
501
hefur þann annmarka í för með sér að menn megna vart að umbreyta til-
tekinni reynslu í áleitinn skáldskap eða þykir engin ástæða til: „Sá sem er
í lífsháska skrifar ekki bók. Hann á nóg með lífsháskann sinn“, segir í
Múkkanum (168). Það er engu líkara en höfundi sem hefur vogað sér í
róður - og lifað af - þyki hann hafa höndum tekið svo óviðjafnanlegt
söguefni að hann geti ekki annað en sest niður og skrifað, í leiðslu nán-
ast, skáldsögu um þessa upplifun, skáldsögu sem þar af leiðandi rennur
beint inn í hefðina. „I landi var hvort sem er ekkert veður“, hugsar
Ingólfur skipstjóri á Hafborgu og mætti skilja svo að landið sé meinlaust
miðað við sjóinn. í skáldsögu Ásgeirs Jakobssonar, Gríms sögu trollara-
skálds (1980), er fjallað um hin beinu tengsl milli fyrirmyndar og frá-
sagnar þegar sjómennskan á í hlut. Þar kemur fram að hinn venjulegi
maður standi ekki undir bók, „altént ekki læsilegri", heldur séu sögurnar
„sagðar af örlaga fyllibyttum, fávitum, kyndugum körlum, afreksmönn-
um til verka, afrenndum mönnum að afli, snarræði eða kjarki“ (109). Það
eru semsé ýkjupersónurnar, erkisjómennirnir, sem verðskulda sögu.
Sanna sögu. Fyrir vikið líta sjóarabókmenntir einatt út sem alþýðlegar
frásagnir, hálfgerðar heilagramannasögur sem misvitrum líðst ekki að
valsa með. Á tíðum er eins og höfundarnir séu að skrifa kafla í Islenska
sjávarhatti, vilji forða ákveðinni þekkingu frá glatkistunni, sem bendir
til að þeir séu ekki að fjalla um íslenskan samtíma, að minnsta kosti ekki
beint. Lesandinn þarf stundum að skipta um stellingu í miðri skáldsögu,
rífa sig úr þeirri fagurfræðilegu og demba sér á staðreyndaveiðar:
Trollið hvarf í hafið, gröndurunum var slakað út, lásað í hlerana, og
síðan hurfu þeir einnig í kaf. Togarinn var kominn á nokkra ferð,
sem jókst smám saman, og kallinn keyrði í stóran hring. Ég vissi, að
þetta var kallað að skvera trollið, svo að það væri vel opið. Þá var allt
í einu sett á mikla ferð, og vírarnir runnu ískrandi út af spilinu.
(Hafhorg, 46-47)
[...] svo rifu hífingarnar mann upp á fárra mínútna fresti, grandarinn
hífður í ross, smáhlé, rópar hífðir, bússénið híft og sterturinn, svo var
snarlað, hífingar á pokum, kannski fjórum fimm, og svo gekk allt til
baka öfuga leið og síðast híft í messann. (Múkkinn, 59)
Spilið vatt uppá sig, vírarnir runnu í kílhjólum gálganna sem skög-
uðu útfyrir lunningu einsog stór eyru, snerust um polla, hreyttu af
sér söltum sjó og streymdu inná dekkið. Spilmaðurinn sneri hjóli og
lóðrétt kefli gengu til og frá og dreifðu vöfunum jafnt og þétt inná
tromlurnar. (Með mannabein í maganum, 20)
Þegar búið var að draga snurpubátinn á síðuna stökk Konni niður í
hann og tók á móti fángalínu, sem fest var við pollann framan við