Skírnir - 01.09.1995, Síða 238
508
ÁRNI IBSEN
SKÍRNIR
II
Ef litið er yfir hið íslenska fagurbókmenntasvið seinustu ár, einkum ef
bókmenntatímaritum þessara ára er flett, mætti ætla að ný bókmennta-
tegund hafi verið að ná fótfestu í landinu. Að minnsta kosti hefur nýtt
tegundarheiti æ oftar komið fyrir sjónir okkar, hin svo nefnda „örsaga",
smáverk sem hefur yfirbragð prósa en kann að standa nær ljóði að því er
varðar stíl. Nafngiftin er í senn yfirlætislaus og margræð. Orsaga merkir
auðvitað fyrst og fremst að viðkomandi saga sé afar stutt, svo stutt að
það taki örskotsstund að lesa hana, en forskeytið „ör“ getur einnig vakið
tengsl við það sem er ört, ákaft og þrungið óþoli; og enn kveikir það
hugmynd um ör sem er skotið af streng.
Ég geri ráð fyrir að fyrirbærið „örsaga“ hafi fyrst verið nefnt þessu
nafni í listatímaritinu Teningi (7. hefti, sumar 1989), þar sem kvik-
myndahöfundurinn Friðrik Þór Friðriksson birti þrjá stutta prósa undir
þessu nafni, skráða af Árna Óskarssyni. Þegar í næsta hefti Tenings (8.
hefti, haust 1989) birti Steinar Sigurjónsson fjóra prósa undir samheitinu
Örsögur. Steinar hafði þá margsinnis birt verk af því tagi í tímaritum
og bókum, en aldrei fyrr notað þessa skilgreiningu. I 1. hefti Tenings
1985 birtir Steinar t. d. þrjá stutta prósa og kallar þá „skissur". Steinar er
reyndar á meðal afkastamestu höfunda „örsagna" á íslandi. Skammlíf og
langlíf bókmenntatímarit, sem og dagblöð - einkum viðhafnarútgáfur
þeirra á jólum, páskum eða um helgar - síðustu fjögurra áratuga geyma
slæðing af smáverkum Steinars sem enn á eftir að safna í bók. Fyrsta
bókin hans, Hér erum við (1955), hefur að geyma nokkra texta af þeirri
ætt, eins og reyndar Brotabrot (1968); stutta prósa sem eru naumast sög-
ur og varla ljóð; nærtækt væri að tala um prósaljóð, en ekki fullnægjandi.
Örverk sem smjúga milli fingranna á öllum bókmenntaskilgreiningum
voru reyndar komin til sögu áður en Steinar stakk niður penna. Þegar í
fyrstu bókum Thors Vilhjálmssonar, Maðurinn er alltaf einn (1950) og
Dagar mannsins (1954), er að finna slík verk.
Eldri bækur íslenskra höfunda geyma einnig verk af þessu tagi, en
fyrr á öldinni þótti jafnan handhægt að tala um riss eða prósaljóð ef við-
komandi texti var óræður eða „ljóðrænn" og settur upp eins og prósi,
eins og hjá Jóni Thoroddsen yngri í Flugum (1922), en annars var fyrir-
bærið einfaldlega nefnt „þáttur“, að gróinni íslenskri hefð. Þáttur er ein-
föld frásögn, saga eða atburðarás, sögð þannig að ekki er dvalið við ein-
stök atriði en frásögnin fær að njóta sín ótrufluð af öðru en sjálfri sér,
tær eins og lækjarsytra sem skyndilega smýgur undan hraunhellu og
hverfur oní jörðina á ný eftir eitt svalandi andartak. Þannig frásagnir eru
óteljandi í íslensku ritmáli og bera margvísleg klæði. Hvað ætli þær séu
margar bækurnar sem geyma fleirtölumynd orðsins „þáttur" í titli
sínum? Meir að segja þó nokkrar heita einfaldlega Þættir. I voldugu