Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 239
SKÍRNIR
ÖR SAGA ÁSTAR OG LEIKS
509
ritsafni Halldórs Laxness er til dæmis bók sem ber þennan tilgerðarlausa
titil.
Níundi áratugurinn gæti ef til vill kallast áratugur hins skemmri
prósa í bókmenntunum. Þannig eru fyrstu bækur Vigdísar Grímsdóttur,
Tíu myndir úr lífi þínu (1983) og Eldur og regn (1985), samansettar úr
afar stuttum prósaköflum, afar smágerðum sögum sem þó eru full-langar
til að geta kallast örsögur. Frásagnirnar í hinni fyndnu syrpu Steinunnar
Sigurðardóttur, „Fjölskyldusögur" (Skáldsögur, 1983), eru heldur ekki
fyrirferðarmiklar í blaðsíðum talið þótt þær geti varla kallast „örsögur".
Kjartan Árnason sendi frá sér skáldsöguna Draumur þinn rcetist tvisvar
(1989), sem í raun er safn smámynda sem hafa aðeins lauslega, skáld-
sögulega framvindu, en hver kafli gæti staðið sem stök „örsaga“. Árni
Larsson beitir svipaðri aðferð löngu fyrr í Uppreisninni í grasinu (1972).
Sá titill sver sig reyndar mjög í ætt við titilinn á örsagnasafni Bandaríkja-
mannsins Richards Brautigan, Revenge of the Lawn (1971), en bækur
hans hafa verið mikið lesnar hér á landi undanfarna áratugi. Síðast en
ekki síst er að nefna bækur Gyrðis Elíassonar, einkum þó seinni ljóða-
bækurnar þar sem ljóðin taka gjarnan á sig mynd tærrar frásagnar án
þess að gleyma því að þau eru ljóð. Ein af nýrri bókum Gyrðis,
Tregahornið (1993), er þannig safn styttri smásagna, frásöguþátta sem
eru sveipaðar kynngi og dulúð líkt og gamlar íslenskar draugasögur.
Á sama tímabili hafa svonefnd „örleikrit“ skotið upp kolli hér, ýmist
í leiksýningum en þó einkum í tímaritum. Tímaritið Bjartur og frú
Emilía, sem frá öndverðu hefur verið hallt undir leikbókmenntir og hug-
myndafræðilegar vangaveltur um leikhúsið sem listform, birti þegar í
öðru hefti sínu (1991) tólf örleikrit. Ellefu þeirra eru eftir höfunda frá
ýmsum löndum og voru þýdd úr þýsku safnriti, en það tólfta, eða það
fyrsta öllu heldur, því það var prentað fremst í syrpunni, er „fundið"
leikrit eftir „ókunnan höfund“, sem heitir I upphafi. Það er svona:
Leiksviðið er tómt og myrkvað.
G: Verði ljós.
Ljós.
í sama hefti birtast „Átta einu sinni sögur“ eftir Kristínu Ómarsdóttur,
örsögur sem urðu síðar á árinu hluti stærri heildar, sögubókarinnar Einu
sinni sögur.
Síðar sama ár birtist Örleikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur í tímarit-
inu Bjarti ogfrú Emilíu (3, 1991) og í næsta hefti þar á eftir auglýsti rit-
stjórnin eftir örsögum og örleikritum í samkeppni um gerð slíkra verka.
Hluti afraksturs þeirrar samkeppni birtist svo í fyrsta hefti næsta árs (1,
1992), sögur og leikrit eftir alls 28 höfunda, en á meðal þeirra voru Þór-
unn Valdimarsdóttir, sem sigraði í samkeppninni, Ragna Sigurðardóttir,