Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 8

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 8
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir skáldsögunni The Viking Heart (1923]. íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á skáldsögu Kristjönu Gunnars The Prowler (1989) var hafnað með þeim orðum að „hún endurspeglaði ekki íslenskan veru- leika“.2 Einskonar menningarlegt kaldastríðsástand virðist því hafa ríkt gagnvart bókum skrifuðum á ensku og frá framandi sjónarhorni um íslenskan menningararf, allt þar til Ormstunga gaf út Játningar landnemadóttur í þýðingu Margrétar Björgvinsdóttur árið 1994. Þýð- andinn og útgefandinn eiga þakkir og lof skilið fyrir þetta löngu tímabæra framtak. „Yfirborðshnökrar“ og menningarleg aðlögun Margrét kemst vel frá sérlega vandasömu verki, þýðir víðast liðlega og af smekkvísi. í formálanum brýtur hún ísinn í íslensku menningarof- ríki með því að leggja áherslu á að þó svo Laura sé af vestur-íslensk- um ættum þá sé ekki hægt að vænta þess að hún geri íslandi sömu skil og ef hún væri heimaalinn Islendingur. Margrét bregður upp haldgóðri svipmynd af höfundinum og umhverfi hennar og bendir á að Laura sé kanadískur rithöfundur sem fæðst hafi íslenskum inn- flytjendahjónum í Winnipeg árið 1890.3 Margrét getur þess að Laura hafi ekki kynnst „íslandi af eigin raun“, heldur vitni hún „eftir minni“ í frásagnir og upplestur á heimili sínu úr íslenskum forn- sögum, þjóðsögum, ævintýrum, sagnfræði og ættfræði (8). Hún bend- ir réttilega á að í endurminningum Lauru séu „áhugaverð dæmi um munnmælasögur", sem feli í sér ónákvæmni og mótsagnir, og að verk- ið sé „að talsverðu leyti bókmenntalegs eðlis“ (9). Margrét bætir við: „Af þeirri sök er frásögn höfundar í meðfylgjandi þýðingu látin halda sér í öllum megindráttum án leiðréttinga eða athugasemda" (9). Mar- grét segist hafa leyst úr „yfirborðshnökrum“ textans í þýðingu sinni, en er að því ffáskildu ekkert að orðlengja um vanda sinn við að leysa úr þeim margþættu vandamálum sem blasa við þeim sem þekkja til frumtextans (9). Formálinn myndar nauðsynlegt mótvægi gegn til- færslum í íslenskt horf í sjálfri þýðingunni. Markviss dæmi um þá hnökra sem leysa þurfti hefðu þó gefið enn betri innsýn í vanda höf- undar sem tilheyrir tveimur menningar- og málsamfélögum og þýð- andans sem stendur frammi fyrir vandasömum ákvörðunum um hversu langt sé ákjósanlegt að ganga í „lagfæringum". Rétt er að athuga nánar hnökra sem Margrét greiðir úr. í upphafs- kafla bókar sinnar greinir Laura t.d. frá Ericson-hjónunum sem verða á einum stað að Anderson-hjónunum og það leiðréttir Margrét til 2 Nýsköpun Kristjönu í frásagnargerð The Prowler vakti mikla athygli í Kanada. Bókin hefur verið þýdd á frönsku, en önnur skáldverk Kristjönu eru væntan- leg í franskri þýðingu. Kristjana var meðal fulltrúa Islands í boði Norrænnar bókmenntahátíðar í Frakklandi haustið 1996. Upphaflega kom The Prowler út á vegum Red Deer College Press í Kanada. 3 Játningar landnemadóttur (Seltjarnarnes: Ormstunga, 1994). ^ósí, á Jföaptóá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.