Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 14

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 14
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir upphafi bókarinnar. Upphafsmyndinni var fyrst og fremst ætlað að hnekkja því áliti að innflytjendur hefðu einungis yfirgefið heimahag- ana sökum eigin dugleysis eða jafnvel skuggalegri ástæðna og sýna að sjálf náttúruöflin hafi hrakið fslendinga úr landi. Með því að draga langdregna atvikaröð saman í eina dramatíska mynd og færa eldfjall að fjöru skilaði sá boðskapur sér á hnitmiðaðri og áhrifarík- ari hátt en ella. Þrátt fyrir höfnun íslenskra samlanda í Kanada hélt Laura ótrauð áfram að vera dirfskuleg í vali og meðferð efniviðar í skáldverkum sínum. Meðal þeirra eru rómantísku skáldsögurnar The Dove of El- Djezaire um Tyrkjaránið í bænum „Feld“ við botn Litlafjarðar (Little Fjord), Lord ofthe Silver Dragon sem rekur Vínlandsför Leifs heppna og Immortal Rock sem segir frá Vínlandsferð norskra kappa á fjórt- ándu öld, en þeir reisa Kensington-rúnasteininn.16 írafárið vegna skrifa Lauru var aldrei útkljáð opinberlega, heldur var hún hunsuð. Og þó svo hún hafi ætlað að gera bragarbót með æviminningum sín- um virðast þær einungis hafa hækkað þagnarmúrinn sem verk henn- ar voru lukin. En rétt er að velta vandanum upp á yfirborðið í stað þess að fara með hann sem feimnismál því verk Lauru eru ekki ein um að ögra hefðbundinni íslenskri söguskoðun og óþarfi er að einstrengingslegt viðmót hafi neikvæð áhrif á íslenska þýðingu slíkra verka. Þýðing Margrétar og formáli endurspegla að hún hafi óttast nei- kvæðar og gagnrýnar viðtökur íslenskra lesenda. Viðleitni Margrétar til að færa Játningar landnemadóttur í „réttari“ og kjarnyrtari ís- lenskan búning en bókin bar upphaflega ber vott um viðleitni til að firra höfundinn ásökunum um að standast ekki íslenskar kröfur - um „vesturheimsku". finnist þjóðlegt sjálfshól Lauru, í viðleitni til að hrekja neikvætt álit breskra Kanadamanna, stundum fara út fyrir mörk velsæmis. Vestur-íslendingum fannst bresk-kanadískir ráðamenn hafa borið sig á höndum sér með úthlutun lýðveldisins Nýja íslands. Stephani G. Stephanssyni þótti hún reyndar gera Vestur-íslendingum „minnkunn á ensku“. Sjá Bréf og ritgerðir III, ritstj. Þor- kell Jóhannesson (Reykjavík: Hið íslenska þjóðvinafélag, 1947) 162. En jafn- vel þegar Stephan þekkti bókina einungis af afspurn sagði hann: „.Víkings hjartað’, .Gerda’ og ,Loki’ sem íslensk sögunöfn eru eitthvað svo óskáldlega veimil-títluleg til að byrja með, og maður fær strax ólyst og efa [...]“ [Bréf og ritgerðir III, 117). Stephan nefndi sérstaklega vantrú sína á „,Vora frú’ Salver- son” þegar hann mælti fyrir nauðsyn þess að fá íslending „að heiman eða hór- alinn, til að ,lesa-fyrir’ háskólunum hér, svo“ vesturíslenskir rithöfundar „syndguðu síður af vanþekkingu” (Bréf og rítgerðir III, 230). 16 Hún lét ekkert á sig fá að Kensington-steinninn reyndist falsaður, heldur stað- hæfir hún í formála bókarinnar að sjálf förin sé skjalfest og telur til ýmsar sannanir þess að Norrænum mönnum hafi verið tíðförulla til Vesturheims fýr- ir daga Kólumbusar en almennt sé viðurkennt. Heimildir sem hún nefnir virð- ast flestar fengnar úr skrifum Vilhjálms Stefánssonar sem gekk víða djarflega fram í sögutúlkunum sínum. Sjá Immortal Rock (Toronto: The Ryerson Press, 1954) vii-xi. 12 J&w d Jffapdá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.