Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 14
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir
upphafi bókarinnar. Upphafsmyndinni var fyrst og fremst ætlað að
hnekkja því áliti að innflytjendur hefðu einungis yfirgefið heimahag-
ana sökum eigin dugleysis eða jafnvel skuggalegri ástæðna og sýna
að sjálf náttúruöflin hafi hrakið fslendinga úr landi. Með því að
draga langdregna atvikaröð saman í eina dramatíska mynd og færa
eldfjall að fjöru skilaði sá boðskapur sér á hnitmiðaðri og áhrifarík-
ari hátt en ella.
Þrátt fyrir höfnun íslenskra samlanda í Kanada hélt Laura ótrauð
áfram að vera dirfskuleg í vali og meðferð efniviðar í skáldverkum
sínum. Meðal þeirra eru rómantísku skáldsögurnar The Dove of El-
Djezaire um Tyrkjaránið í bænum „Feld“ við botn Litlafjarðar (Little
Fjord), Lord ofthe Silver Dragon sem rekur Vínlandsför Leifs heppna
og Immortal Rock sem segir frá Vínlandsferð norskra kappa á fjórt-
ándu öld, en þeir reisa Kensington-rúnasteininn.16 írafárið vegna
skrifa Lauru var aldrei útkljáð opinberlega, heldur var hún hunsuð.
Og þó svo hún hafi ætlað að gera bragarbót með æviminningum sín-
um virðast þær einungis hafa hækkað þagnarmúrinn sem verk henn-
ar voru lukin.
En rétt er að velta vandanum upp á yfirborðið í stað þess að fara
með hann sem feimnismál því verk Lauru eru ekki ein um að ögra
hefðbundinni íslenskri söguskoðun og óþarfi er að einstrengingslegt
viðmót hafi neikvæð áhrif á íslenska þýðingu slíkra verka.
Þýðing Margrétar og formáli endurspegla að hún hafi óttast nei-
kvæðar og gagnrýnar viðtökur íslenskra lesenda. Viðleitni Margrétar
til að færa Játningar landnemadóttur í „réttari“ og kjarnyrtari ís-
lenskan búning en bókin bar upphaflega ber vott um viðleitni til að
firra höfundinn ásökunum um að standast ekki íslenskar kröfur - um
„vesturheimsku".
finnist þjóðlegt sjálfshól Lauru, í viðleitni til að hrekja neikvætt álit breskra
Kanadamanna, stundum fara út fyrir mörk velsæmis. Vestur-íslendingum
fannst bresk-kanadískir ráðamenn hafa borið sig á höndum sér með úthlutun
lýðveldisins Nýja íslands. Stephani G. Stephanssyni þótti hún reyndar gera
Vestur-íslendingum „minnkunn á ensku“. Sjá Bréf og ritgerðir III, ritstj. Þor-
kell Jóhannesson (Reykjavík: Hið íslenska þjóðvinafélag, 1947) 162. En jafn-
vel þegar Stephan þekkti bókina einungis af afspurn sagði hann: „.Víkings
hjartað’, .Gerda’ og ,Loki’ sem íslensk sögunöfn eru eitthvað svo óskáldlega
veimil-títluleg til að byrja með, og maður fær strax ólyst og efa [...]“ [Bréf og
ritgerðir III, 117). Stephan nefndi sérstaklega vantrú sína á „,Vora frú’ Salver-
son” þegar hann mælti fyrir nauðsyn þess að fá íslending „að heiman eða hór-
alinn, til að ,lesa-fyrir’ háskólunum hér, svo“ vesturíslenskir rithöfundar
„syndguðu síður af vanþekkingu” (Bréf og rítgerðir III, 230).
16 Hún lét ekkert á sig fá að Kensington-steinninn reyndist falsaður, heldur stað-
hæfir hún í formála bókarinnar að sjálf förin sé skjalfest og telur til ýmsar
sannanir þess að Norrænum mönnum hafi verið tíðförulla til Vesturheims fýr-
ir daga Kólumbusar en almennt sé viðurkennt. Heimildir sem hún nefnir virð-
ast flestar fengnar úr skrifum Vilhjálms Stefánssonar sem gekk víða djarflega
fram í sögutúlkunum sínum. Sjá Immortal Rock (Toronto: The Ryerson Press,
1954) vii-xi.
12
J&w d Jffapdá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997