Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 24
Soffía Auður Birgisdóttii
aftur inn um augað á kúnni. Telpan sigldi áífam á skipinu en hvarf
Hvínu var svo afdrifaríkt að engu var líkara en hurð hefði smollið
aftur í heilanum á henni. Óminni sigldi í kjölfar skipsins eftir þenn-
an atburð. Hún mundi fyrst eftir sér við hvarf Hvínu. Kannaðist ekki
við að hafa verið til fyrir þann tíma. Allt þurrkaðist út, þorp og fjöll,
síðan fólk og að síðustu tunga.
Fór jafnvel að efast um að hún myndi þetta þegar fram liðu stund-
ir. Taldi sér ef til vill bara trú um það af því að atburðurinn varð að
skrítlu í munni annarra sem áminnti hana um að gæta sín á orðum
(bls. 51-52).
Þessi texti er fullur af möguleikum fyrir túlkendur. Við gætum byrjað
á því að lesa hann sem lýsingu á færslu telpunnar milli þroska-
skeiða. Hvína er þá hennar alter ego, annað sjálf, það sjálf sem er í
raun ekki til ennþá því það tilheyrir frumbernskunni, móðurinni og
hennar mjúku og flæðandi veröld, og því rökrétt að það hverfi gegn-
um kýraugað í nokkurskonar öfugri fæðingarmynd og sameinist haf-
inu (vatninu: legvatninu?) aftur, en eftir situr telpan (og engin hugg-
un að mjúka barmi mömmu lengur). „Óminni sigldi í kjölfarið“. Hún
man ekkert sem gerðist fyrir þennan atburð, „allt þurrkaðist út“
meira að segja tunga, þ.e. tunga frumbernskunnar, heims móður-
innar.
Við tekur nýr heimur og ný tunga sem stúlkan þarf að læra af ær-
inni fyrirhöfn, heimur lögmálanna, heimur föðurins. Þessa túlkun
styður sú staðreynd að eftir þessi kaflaskil í sögunni er ekki minnst
meira á móðurina en faðirinn kemur hins vegar við sögu. Reyndar er
næsta setning sögunnar svohljóðandi: „Ekki komin í höfn fyrr en
hún gæti talað ensku. Nancy kom henni í skilning um það. Telpan
sat í aftursætinu í bíl pabba síns (bls. 52).“ „Ekki komin í höfn“ er
þarna notað í óeiginlegri merkingu þar sem hún er löngu komin úr
sjóferðinni, en skipið er (í þessari túlkun) þá tákn heims móðurinn-
ar, stillt upp á móti bifreiðinni þar sem faðirinn er við stjórn.
En við getum allt eins haldið áfram á braut ævisögulegrar túlkun-
ar og sagt sem svo: Hin „uppdiktaða“ vinkona Hvína, sem „veit
margt betur“ en telpan og „ræður alltaf ferð“ er auðvitað fyrst og
fremst sönnun fyrir því sem átti eftir að koma á daginn um þennan
höfund - hæfileika hennar til að „dikta upp“ persónur og gerðir og
um leið er hún auðvitað annað sjálf Svövu (takið eftir að það er jafn-
margir stafir í nöfnunum Svava og Hvína - sem hljóma aukin held-
ur ekki ólíkt - annar stafurinn er v í báðum nöfnum, þau enda bæði
á a). Og atburðurinn þegar Hvína hverfur út um kýraugað og telpan
tekur orðið bókstaflega og óttast að vinkonan komist aldrei aftur inn
um „augað á kúnni“ minnir okkur ekki svo lítið á aðferðafræði þessa
höfundar síðar meir. Var það þarna sem rithöfundurinn Svava Jak-
obsdóttir lærði að taka orðatiltæki á orðinu - eftir að hafa verið strítt
á misskilningi sínum um kýraugað? Hver veit? (En úr þessum hluta
22
á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997