Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 33

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 33
Orð og ferðatöskur andi. í öðru lagi deilir textinn með ferðasögunum goðsögnum um ís- land, einkum um frumstæðni og skort íbúanna á sviði efnahags, menningar og hins andlega. Textinn tengist þó eftirlendufræðum í því að hann afbyggir líka sumar goðsögur einsog þá um bókmennta- arfinn. Líktog ferðabókmenntirnar þýðir The Prowler svo líka íslenskt samfélag, sögu og menningu inn í annað samhengi. í því ferli vakna spurningar um framsetningu og vald sem grafa í sífellu undan þeim sannleika sem textinn og ferðabókmenntirnar virðast setja fram. Ferðalag og framsetning verða að skrifum sem eru órofa tengd þeim margvíslegu og sundurlausu myndum af uppruna sem textinn kallar fram. Þessi flóknu og ósamstæðu ferli minna á leik textans með myndina af púsluspilinu — sem í sjálfu sér gengur út á möguleikann á endanlegri uppröðun, lokuðu kerfi sannleikans, en birtist gjarnan í textanum sem hrúga á gólfinu. Sögukonan uppgötvar dulúðugt eðli tungumálsins og tengir það því að ferðast. I textanum slær ferðalögum og tungumáli oft saman svo að annað getur komið í stað hins og verða þessi tvö ferli raunar vart aðskilin. Þessi samsláttur birtist ekki hvað síst í mynd textans af orðum sem ferðatöskum: Mun seinna á ævinni upphugsaði ég skáldskaparfræði nafngiftar- innar. Aðeins það sem hefur nafn fær lifað í tungumálinu [...] Orð eru ferðatöskur troðfullar af menningu. Ég ímynda mér sögu af tóm- um ílátum. Tæmdum flöskum án innihalds. Ferðatöskum á hvolfi, gömlum fötum [...] Að koma í áfangastað með tvær hendur tómar. Að koma ekki í neinn áfangastað. (s. 29)3 Hér gæti virst sem söguhetjan vísi til þeirrar ánægju sem t.d. Roland Barthes (sem oft er vitnað til í textanum) taldi tungumálið bjóða upp á, þ.e. að geta tjáð þrá mannsins og skapað honum heim (1973). í texta The Prowler gætir hins vegar mikillar tvíbendni gagnvart tungumálinu, sem birtist vel varðandi þessa skáldskaparfræði nafn- giftarinnar. Þessi tvíbendni ber með sér eins konar saklausa þrá til að nálgast heiminn en um leið þrá til að sölsa hann undir sig, að nefna hlutina en ná yfir þeim valdi um leið. Sögukonan þráir þannig að vera í svipaðri stöðu og Adam, að geta nefnt heiminn upp á nýtt, geta bæði tekið við tómum ílátum orðanna og tæmt ferðatöskur þeirra til að fylla þær nýju innihaldi. Þessi þrá tengist í textanum mjög beint því að brjóta nýtt land, leggja undir sig land, að skapa úr hinu fram- andi eitthvað kunnuglegt, að ráða við og hafa vald á heiminum. Á 3 A frummálinu hljóðar tilvitnunin svo: „Much later in life I contrived a poet- ics of naming. Only that which is named is able to live in language [..] Words are suitcases crammed with culture. I imagine a story of emptied containers. Bottles drained of their contents. Travel bags overturned, old clothes [...] To come to your destination with nothing in hand. To come to no destination at all.“ Allar þýðingar eru mínar nema annars sé getið. fást, d - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.