Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 35

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 35
Orð og ferðatöskur þannig tvær gerólíkar sjálfsverur sem miðjur og viðmið. Sem nafngift Inúíta fyrir sjálfa sig ryður orðið „Inúíti“ sér til rúms í vestrænni menningu sem viðurkenningarorð fyrir fólk sem nýtur virðingar á eigin forsendum og verður smám saman hluti af því sem er kallað pólítísk rétthugsun nú á öndverðri 20. öld. í texta Kristjönu er íslendingum ekki aðeins gefið nafnið „hvítir Inúítar" heldur er þeim strax í upphafi lýst sem frumstæðum verum á svipuðu stigi og dýr. Með þessu er sem orðið taki með sér ferða- tösku evrópsku landkönnuðanna. Þannig éta Islendingar, hvítu Inúítarnir, ekki aðeins hráan fisk líktog selir og ísbirnir gera, þeir eru líka „á beit einsog kindur í fjallagrösunum“ (bls. 3), „skrapa [...] upp þessa ólystugu þarastöngla“ (bls. 4) og eru auk þess „hákarlaætur" (bls. 8). Það eru þó ekki aðeins slík náttúrutengsl sem binda íslend- inga og Inúíta saman, heldur bendir textinn á að landfræðilega og þarmeð náttúrufræðilega séu þessar þjóðir einkar nákomnar. Sögu- konan undrast semsagt heppni móður sinnar, því, einsog hún segir: faðir minn, hvíti Inúítinn, fann þig [á Jótlandi] og flutti þig á þessa eyju þar sem eru margir selir og þangað sem hvítabirni rekur stund- um á ísnum frá Grænlandi (bls. 6; leturbreyting mín).5 Selir og hvítabirnir eru hluti af íslenskri menningu og birnirnir reyndar svo sjaldgæfir að koma þeirra verður hættulegt ævintýri. Þessi dýr eru einnig hluti af goðsögnum ferðabókmenntanna og má minna á Bréffrá Islandi eftir Uno von Troil þar sem dýrin tengja ís- land við fjarlæga menningu eskimóa og sýna land og þjóð sem ann- an Evrópu, en von Troil tengir þau einnig því sem gerir líf á íslandi svo hættulegt og setur þau í flokk með hungursneyðum, jarðhræring- um og öðrum náttúruhamförum (von Troil bls. 54). Með þessum orðum söguhetjunnar er ekki bara kynþáttum heldur líka kynjum raðað í tignarröð sem teljast verður viðtekin á Vestur- löndum. Myndin vekur einnig þá hugsun að Inúítar stundi „frum- stæð“ brúðhlaup, þ.e. brúðarrán, því karlinn fer eitthvert og flytur heim til sín konu, einsog hann myndi flytja hund eða kaffi. Þannig höfum við varla byrjað lesturinn á texta Kristjönu þegar búið er að festa í sessi þá mynd af íslendingum að þeir gegni því hlutverki sem eskimóar hafa í vestrænni menningu, að vera goðsögulegur „annar“ Evrópu, þ.e. það sem er annað en ríkjandi gildi og viðmið Evrópu segja fyrir um eða er í andstöðu við þau. Þessi mynd vekur án efa furðu meðal íslenskra lesenda með vakandi þjóðerniskennd enda kemur hún illa heim og saman við þann þátt þjóðarímyndarinnar sem gerir íslendinga að mikilli menningarþjóð. Aðra lesendur, t.d. 5 Á frummáli: „my father, the white Inuit, found you [on the Danish peninsula] and brought you to this island where there are many seals and where occasionally a polar bear drifts over on the Greenland ice“. rpj» d fföapkiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.