Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 41

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 41
Orð og ferðatöskur furða er, að hún skuli ekki koma út á morgnanna [svo] jarmandi eins og rollur og bærandi uggana eins og fiskar.14 Þessar myndir og ekki síst sú hjá Holland frá ferð hans 1809 minna óneitanlega á lýsingu Kristjönu á íslendingum sem hvítum Inúítum á sama stigi og dýr: hér birtist skíturinn, fiskilyktin og sjálft grasið sem þeir bíta einsog kindurnar. Fólkið hefur algerlega samlagast náttúrunni og má segja að þessir fulltrúar nýlenduveldisins sjái hér fýrir sér hreint „afturhvarf til náttúrunnar", sem er reyndar nokkuð frábrugðið því sem Rousseau boðaði. Mælandinn er hér greinileg sjálfsvera og viðmið heimsins, en umræðuefnið er viðfang hans. Myndin fellir saman lýsandi tungumál og flokkunarkerfi náttúru- fræðinnar, enda er ferðalangurinn, einsog kom fram hjá Banks, vísindamaður að skoða tilraunadýr á íslandi, í reynd sjálfskipaður herra jarðarinnar og þarmeð molbúans, táknrænn staðgengill Guðs. I þessu ljósi, eða kannski myrkri, verður mynd The Prowler af fá- tækt íslendinga og skorti einkar athyglisverð. Hún áréttar tengsl fólks og dýra því hvorttveggja hefur hangið hér á horriminni í ellefu aldir. I eftirfarandi tilvitnun er söguhetjan jafn hissa og erlendu ferða- mennirnir að ofan á að fólkið svelti því allt umhverfis er sjálf matar- kista hafsins. Jafnframt bendir myndin, einsog ferðalangarnir, á að þetta sé ekki síst framtaksleysi fólksins að kenna. Um leið er ítrekað hve torfkofarnir eru hættulegir. Ólíkt ferðalöngunum lýsir textinn þó tímunum eftir stríð, sjötta áratug 20. aldar, einu mesta uppgangs- skeiði íslenskrar efnahagssögu: I þessu landi dó fólk úr hungri. í ellefu hundruð ár hrundi fé úr hor í fjallagljúfrum, hestar duttu niður dauðir um öskuþakta haga, fiski- menn voru of þreyttir til að draga net úr sjó. Börn vesluðust upp í moldarkofum af vannæringu. Gamlir menn átu skinnjakkana sína. Samt voru fjörurnar fullar af kræklingi. Hvarvetna í flæðarmálinu lágu lokaðar skeljar þúsundum saman, svartar og bláar. Fólk neitaði að borða krækling (bls. 20).15 Textinn tekur einnig upp og vinnur nokkuð óvænt með stef ferða- bókmenntanna um jarðvarma. í þeirri úrvinnslu er framreidd ákaf- lega tvíbent mynd af stöðu íslensku þjóðarinnar jafnt sem fjölskyldu 14 Hér er vitnað eftir þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar í Glöggt ergests augað, bls. 216-17. Sjá Browne bls. 479-81. 15 Á frummálinu: „This was the country where people died of starvation. For eleven hundred years sheep collapsed in the mountain passes, horses fell dead in the ashcovered pastures, fishermen were too tired to drag nets out of the sea. Children faded away in the sod huts from malnutrition. Old men ate their skin jackets. Yet the shores were filled with mussels. All along the water, the black and blue closed shells lay by the thousands. People refused to eat the mussels.“ d Jföaptóá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.