Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 42
Garðar Baldvinsson
söguhetjunnar. Annars vegar líður fjölskyldan (og þjóðin) skort,
söguhetjunni er t.d. alltaf kalt og systir hennar þjáist af næringar-
skorti. Hins vegar er faðir hennar hámenntaður jarðfræðingur og
verður sem slíkur bjargvættur bæði fjölskyldunnar og þjóðarinnar.
En menntun hans kemur öll að utan og þegar hann siglir heim, fær-
andi þjóðinni hagvöxt og yl með beislun jarðorkunnar, býr textinn til
svo skörp söguleg skil að skipið verður „eins konar Örkin hans Nóa“
(bls. 102).16 Faðirinn er þar í hópi annarra menntamanna sem á „að
byggja þjóðina upp og færa hana inn í tuttugustu öldina" (bls. 103).17
Líktog söguhetjan er að brjóta undir sig ísland minninga sinna með
ferðalagi sínu, þannig mun faðirinn brjóta hið raunverulega ísland,
sjálfa náttúru þess, undir sig í ámóta guðlegri stöðu og hin keisara-
lega sjálfsvera nýtur í ferðasögunum. Það er hins vegar umtalsverð
endurtúlkun þjóðernissinnaðrar söguritunar að láta þessar frjálsræð-
ishetjur ekki koma færandi heim annan varning en erlent hugvit,
m.a.s. frá sjálfum erkióvininum, Dönum. í þessari mynd koma
þannig saman ferðabókmenntir, þjóðernissinnuð sagnfræði, róman-
tík 19. aldar, hagsaga 20. aldar og eftirlendufræði, þ.e. margir „frum-
textar“, sem þýtt er úr og erfitt er að sætta svo að þversagnir hverfi,
því þeir ganga allir hver í sína áttina.
Kanínuholur bókmenntanna
Ferðabókmenntir, fjölmenning og bókmenntaarfur eru sögur sem
þegar hafa verið skrifaðar, eru í reynd textar og gera skriftarferlið
að sumu leyti sjálfstýrandi, svo að það umbreytir sögunum í ann-
an texta sem þó hefur þegar verið skrifaður. Þessar sögur eru
„kódar“, bútar í táknkerfi sem í texta skáldsögunnar The Prowler
hafa þegar markað spor sín í textalega vitund söguhetjunnar. Leit
hennar að sjálfsmynd er því bæði þýðing og leynilögregluleikur
þarsem hún snuðrar í skúmaskotum og kanínuholum þessara
sagna í leit að bitum sem passað gætu í púsluspilið og búið til
heildarmynd. Um leið beinir þetta snuðr athyglinni frá heildinni,
þeirri mynd sem spilið á samkvæmt hönnun og forskrift að taka á
sig að lokum. Þessir ólíku textar sem gætu virst stýra skrifunum
óskorað falla ekki saman í heild, fá ekki reitt fram heildstæða vit-
und eða sjálfsmynd söguhetjunnar. Jafnvel sagan verður laus í
reipunum því einsog í púsluspilinu eru bitarnir óendanlega marg-
ir. Einsog íslensku torfbæirnir verða textarnir að kanínuholum,
kafkaískum ranghölum sem leiða í aðrar holur. Hinn alvitri og al-
nálægi Guð er ekki lengur tiltækur að leiða mann út úr (ó)göngun-
um. Líktog púsluspilið í Gullfossi fer verkið alltaf í tætlur, reglan
færist undan:
16 Á ffummáli: „a kind of Noah’s Ark“.
17 Á frummáli: „build the nation and take it into the twentieth century".
á Jðaytóá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997
40