Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 7
Lára Þórarinsdóttir
Helgi Hálfdanarson
14. ágúst 1911 — 20. janúar 2009
Helgi Hálfdanarson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1911. Faðir hans
var Hálfdan Guðjónsson, prófastur og alþingismaður á Breiðabólstað í
Vesturhópi, og móðir hans Herdís Pétursdóttir, húsfreyja á Breiðabólstað.
Helgi átti eina systur, Sigríði, fædda 1902. Fjölskyldan fluttist að Sauðárkróki
er Hálfdan varð prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi og síðar vígslubiskup í
Hólabiskupsumdæmi. Helgi stundaði nám við Barnaskólann á Sauðárkróki
og síðar við Menntaskólann á Akureyri, þaðan sem hann útskrifaðist 19
ára, árið 1930. Sama haust fór Helgi suður til að hefja nám við guðfræði-
deild Háskóla Islands. Tveimur árum síðar útskrifaðist hann þaðan sem
cand.phil. og eyddi næstu sex árum við ýmis störf í verslun og annað því
tengt í Reykjavík. Árið 1935 giftist hann Láru Sigríði Sigurðardóttur frá
Sauðárkróki og eignuðust þau þrjú börn saman; Hálfdan, f. 22. febrúar
1937, Ingibjörgu, f. 31. október 1941 og Sigurð, f. 1. maí 1947. Lára lést 21.
júní árið 1970 og kvæntist Helgi ekki aftur.
Um veturinn 1936 gerðist Helgi nemi í Reykjavíkurapóteki og lauk
þaðan prófi, exam.pharm., í október 1937. Mánuði síðar ferðaðist Helgi til
Kaupmannahafnar og hóf tveggja ára framhaldsnám við Den farmaceuti-
ske Lœreanstalt. Eftir að hafa útskrifast þaðan sem cand.pharm. í október
1939 sneri Helgi aftur til Islands og starfaði sem lyfjafræðingur í Reykjavík-
urapóteki á stríðsárunum, 1939—1943, en í því apóteki hafði hann einmitt
fyrst lært til listarinnar.
Seint árið 1943 fékk Helgi leyfi til að stofna og reka fyrsta apótekið á
Húsavík og gegndi hann stöðu lyfsala þar í tuttugu ár. Þetta reyndust með
afkastamestu árum hans sem þýðanda því árið 1953 kemur út fyrsta safn
ljóðaþýðinga Helga, Handan um höf, og næstu tvö ár fylgdu tvær bækur
í kjölfarið, fræðiritið Slettireka og annað safn ljóðaþýðinga, Á hnotskógi.
Helgi hlaut lof fyrir þýðingar sínar í tímaritunum Birtingi og Tímariti Máls
á .Ád»y/.já — AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMÁL 5