Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 36
Sveinn Einarsson
regla íslenskunnar að hafa ætíð áherslu á fyrsta atkvæði gildir ekki í grísku
sem kunnugt er.
En þýðing Helga var gull. Ekki síður en í Shakespeare-þýðingununi
fór þarna saman ljóðræn fegurð, skörp hugsun, hæfileiki til að gera grísku
goðsögurnar, sem oft eru baksvið sögunnar, skiljanlegar þeim sem ekki
kannski umgengjust þær daglega, og svo næmleiki á það leiksviðsins mál
þar sem hljóðfalli daglegs máls og hugsunar er lyft í annað veldi við hljóð-
fall bragsins, án þess annað taki völdin af hinu. Við lásum þessa þýðingu
opinberlega á æfingatímanum í Norræna húsinu, og eftir þann lestur
blandaðist engu okkar að minnsta kosti hugur um, að ef okkur tækist
vel yrði þarna menningarviðburður í vændum. En ekkert okkar óraði fyr-
ir því, að þessi sýning á Antígónu yrði upphaf að öðru þrekvirki Helga,
ótrúlegu þrekvirki vil ég segja: að þýða á íslensku alla þá gríska harmleiki
sem þekktir eru. Og púkaleikinn að auki.
I kjölfar þessarar sýningar upphófst vinátta með okkur Helga. Hún
birtist meðal annars í því, að þegar hann hafði lokið við að þýða nýtt verk
kom hann til mín og las mér og nokkrum öðrum útvöldum þýðinguna.
A borðum var te og vínarbrauð sem hann reyndar neytti ekki af neinni
áfergju. En þetta var rítual. Og þetta voru helgistundir.
Leikhúsin hafa ekki verið jafn dugleg við að flytja grísku leikina og
verk Shakespeares, og er það væntanlega að vonum. Þó hafa allnokkrir
þeirra ratað upp á svið. Ég man í svip eftir að þeirra á meðal eru Ödipiís
konungur, Oresteian, eini þríleikurinn, og Bakkynjurnar í Þjóðleikhúsinu
og Medea hjá sjálfstæðum leikflokki. Sömuleiðis hafa að minnsta kosti tvö
verkanna verið flutt í útvarp, Alkestis og Elektra Evrípídesar.
Ég mun hafa verið nokkuð ágengur við að halda Helga við efnið, eða
að minnsta kosti lét hann þannig. En það er rétt að ég fékk hann til að þýða
tvö frægustu verk klassískra franskra bókmennta og eitt höfuðrit Spánverja.
Þetta voru Le Cid eftir Corneille, Fedra eftir Racine, sem flutt var í Þjóð-
leikhúsinu árið 2000, og loks La vida es sueno eða Lífið er draumur eftir
Calderón. Verk Calderóns og Corneilles eru enn óflutt, og ætti útvarpið að
taka sig til og myndarskapast að flytja þessar þýðingar í heiðursskyni við
Helga, ef leikhúsunum er ekki umhugað um það. En þarna kom enn ein
glíma við bragarhátt, alexandrínuna, sem er órúlega ströng og háttbundin,
með hljóðhvíld í hverju vísuorði og endarími abab og áhersluna í sexfót-
ungi ævinlega á penúltíma eða antipenúltíma, — heitir það ekki eitthvað
svoleiðis? ég er svolítið farinn að ryðga í latínunni eftir 60 ár — aldrei á
fyrsta atkvæði, svo að mikið er um stúfa og áherslulitlar upphrópanir. En
auðvitað bar Helgi sigur af hólmi í þeirri glímu eins og öðru.
Framlag Helga Hálfdanarsonar til íslensks leikhúss frá því um miðja
síðustu öld og til dagsins í dag er með miklum ólíkindum, svo miklum að
34
fifinn d fiSœýráá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009