Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 39

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 39
Að sjd IjóSið rísa hœrra skálda en Snorra Hjartarsonar enda af nógu að taka samt. Afskipti hans af erlendum skáldskap beinast einkum að fyrri öldum og öndverðri 20. öld. Segja má að sérgrein Helga sem ljóðrýnis sé skáldskapur frá þeim tímum að þeim Snorra Hjartarsyni ogT. S. Eliot meðtöldum og það er ekki smátt svið. Háttbundinn kveðskapur er Helga í blóð borinn. En hann hefur á langri ævi fylgst vel með þróun íslenskrar ljóðlistar allt til okkar stundar. I grein sem heitir „Loksins dautt“' íjallar hann um form ljóða en titill- inn vísar auðvitað til frægra ummæla Steins Steinars um hefðbundin ljóð. Ljóðformið er ekki algildur mælikvarði á gæði skáldskapar enda tekur það sífellt breytingum í aldanna rás. Helgi vitnar í bók T.S. Eliots On Poetry andPoets þar sem Eliot fer hörðum orðum um illa ort fríljóð. En um hlut- deild óbundinna ljóða í íslenskri list skrifar Helgi: Það er trúa mín, að þrátt fyrir öll gönuhlaup hafi skeið hins óbundna forms verið íslenzkri ljóðlist til ómetanlegrar hollustu. Það hefur, hvað sem Eliot segir, gert skáldlegri hugsun hægara um vik að ná tökum á nýjum tíma. [...] En hvað sem verður og ekki verður, mun íslenzk bókmenntasaga varðveita meðal gersema sinna hið bezta af því sem ort er á blómaskeiði hins óbundna ljóðs á síðari áratugum tuttugustu aldar. Hin nánu kynni Helga af erlendri ljóðagerð hafa að sjálfsögðu veitt hon- um góða sýn yfir skáldskapinn, gamlan og nýjan, þarámeðal óbundin ljóð. Mismunandi skáldskaparaðferðir hefur hann gaumgæft, ekki síst í sam- bandi við eigin ljóðaþýðingar og annarra.2 3 4 Hugleiðingar sínar um gamlan kveðskap og nýjan setti Helgi fram á afar óvenjulegan hátt árið 1976 um það leyti sem þýðingar hans á japönskum ljóðum komu út.' Síðsumars á því ári birtust í Morgunblaðinu nokkrar greinar með skoðanaskiptum þeirra Helga og Magnúsar Björnssonar sem Helgi kallar vin sinn og frænda af Króknum (en ekki fermingarbróður sem Hrólfur Sveinsson hinsvegar er, og vinur og frændi að auki).1 Magnúsi var ofboðið þegar hann las japönsku ljóðin óbundin í þýðingu Helga. Hann kallar þetta „vítaverð málspjöll“ og telur að það sé „skylda þýðandans að velja þeim íslenzkt ljóðform við hæfi [...] Mál er nú einusinni annaðhvort bundið eða laust, þar er ekki þriðja kostar völ“ segir Magnús. Þarmeð var kominn rökræðugrundvöllur og Helgi svar- 1 Lesbók Mbl. 3. mars 1990. Molduxi 1998, bls. 344-348. 2 „Heilsaði hún mér drottningin". Tímarit Máls og menningar 1978:1. „Tvenns konar þýðing". Jón á Bntgisá 1995. „Ögn um þýðingar“. Moldnxi 1998, bls. 133-138. Sjá einnig „Shakespeare á íslandi" í Skírni, haust 1988. 3 Japönsk IjóðJrá liðnum öldum. Heimskringla, Reykjavík, 1976. 4 Greinarnar eru einnig í Molduxa, 1998, bls. 402-414. AF OG FRAj EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.