Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 50

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 50
Salka Guðmundsdóttir skiptum Hólks og skjaldsveinsins við franskan hermann sem þeir mæta í 4. atriði 4. þáttar. Þar verður alger samskiptabrestur þar eð Hólkur og hermaðurinn skilja hvorugur tungumál hins, og skjaldsveinninn verður að túlka. Hólkur misskilur orð hermannsins út frá orðanna hljóðan og eigin máli, og Helgi kemur þessum misskilningi til skila á skemmtilegan og út- sjónarsaman hátt, til dæmis hér: FRAKKINN O, pardonnez! HÓLKUR Dóni? Á? er ég dóni? bætir þú gráu oná svart!1 2 I atriðinu sést þó einnig sama tilhneiging Helga til að útskýra í andsvörum innihald frönskunnar, og hann fellir út talsvert af máli Frakkans og útskýr- ingum skjaldsveinsins á frönsku. Hið sama gerir hann í upphafi 5. atriðis 4. þáttar, þar sem frönsku aðalsmennirnir heíja mál sitt á frönsku, en þar þýðir Helgi um það bil helming frönskunnar yfir á íslensku. Þá flóknu stöðu sem upp kemur við innkomu íslenskunnar í þetta tvímála samband er þó að talsverðu leyti einnig að finna í frumtextanum; franski aðallinn og herforingjarnir tala að langmestu leyti sín á milli ensku, þótt þeir bregði fyrir sig frönsku á stöku stað. Sú staðreynd að Katrín og Alísa ræða saman á frönsku en aðrir Frakkar á ensku veldur þannig sama ójafnvægi í textanum og íslenskun Helga á frönskunni. Þannig má segja að við nánari skoðun standist sú aðferð sem Helgi velur, og má sjá fyrir henni stoð í textanum sjálfum. Því var raunar þannig farið með ýmislegt af því sem ég upphaflega fetti fingur út í hjá þýðandanum; fyrir vali hans reyndust liggja rök í heildarsamhengi textans. Þó er eitt sem veldur þýðandanum meiri vandræðum en annað í Hinriki fimmta: Mállýskur herforingjanna þriggja frá Wales, Skotlandi og Irlandi. I 3., 4. og 5. þætti koma fyrir hinn írski Macmorris/Makmóris, Skotinn Jamy/Jámi og síðast en ekki síst hinn velski Fluellen/Flúvelín, sem leikur langstærst hlutverk þessara þriggja. Shakespeare leikur sér með mállýskur og framburð mannanna og spilar þar eflaust á gamalkunnugar klisjur sem áhorfendur þekktu. Á dögum Shakespeares var England að „endurskoða eigin þjóðarímyndV í kjölfar ensku siðbótarinnar og sam- hliða uppgangi hugmyndarinnar um þjóðríkið. Aðdragandinn að breskri heimsvaldastefnu var þegar hafinn með hernámi nýlendna, konungsrík- in England og Skotland voru sameinuð undir einum konungi 1603 og um það bil hundrað árum síðar, árið 1707, sameinuðust þing landanna. 1 Ibid., IV.4,19-20. 2 Mangan, A Preface to Shakespeare's Comedies 1594-1603, 2. Þýðing mín. 48 á - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.