Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 56
HUn Agnarsdóttir
og kemur þangað í dulargervi herra Brooks nokkurs (Herra Gil) og biður
hann gegn borgun að gerast milliliður við að ná ástum frú Ford. FalstafF
þykist heppinn þarna og þekkist boðið, þar sem hann er hvort eð er á leið-
inni á stefnumót við frúna. Hann segir Brook, að ef honum mistakist að
fleka konuna, þá geti hann sjálfur reynt að „gilja“ hana.
Þegar Falstaff fer loks á fjörurnar við frú Ford á heimili þeirra hjóna,
kemur Ford stormandi og ætlar aldeilis að taka konu sína í bólinu með
feita riddaranum. Henni tekst með naumindum að forða Falstaff ofan í
tágakörfu fullri af óhreinu taui og láta þjóna sína bera hana út úr húsinu.
Falstaff er síðan sturtað úr körfunni í Tamesá ásamt þvottinum og er nær
drukknaður. Hann lætur það þó ekki aftra sér frá því að gera aðra tilraun
til að fara á stefnumót við frú Ford. Sagan endurtekur sig, Ford fer aftur
í dulargervi Brooks og fær fréttirnir beint frá Falstaff um brjálaðan eig-
inmanninn og illa meðferðina í þvottakörfunni.
Þegar Ford ætlar síðan að standa Falstaff að verki í annað sinn, þá
tekst konunum að klæða hann í kvenmannsföt af feitri frænku þernu frú
Ford. Ford æðir beint í þvottakörfuna til að leita Falstaffs. Þegar hann er
ekki þar að finna, fær hann ákaft bræðiskast og gengur í skrokk á Falstaff
sem reynir að bjarga sér út úr húsi í gervi feitu frænkunnar. Blár og marinn
harmar Falstaff örlög sín, en freistast þó í þriðja sinn til að hitta konurnar
og nú um nótt í veiðigarðinum í Windsor, þar sem lokaþáttur verksins fer
fram. Þá hafa kátu konurnar ljóstrað öllu upp og fengið eiginmennina í
lið með sér til að niðurlægja Falstaff sem að lokum verður að athlægi allra
þorpsbúa, þar sem hann mætir í gervi Herne the Hunter (Holti veiðimað-
ur) með mikil horn á höfði' og bíður örlaga sinna. I þessum lokaþætti
leiksins þar sem allar persónur leiksins eru samankomnar og klæðast
grímubúningum hlýtur Falstaff makleg málagjöld af hálfu kvennanna
kátu og eiginmanna þeirra og allir þræðir verksins koma saman.
III Rislítið bókmenntaverk en góður farsi
Mörgum gagnrýnendum Shakespeares hefur eldd mikið þótt til þessa leiks
koma og telja leikritið með risminni verkum hans eins og Harold Bloom
sem þykir ekki vitund varið í þennan hrærigraut eins og hann kallar verk-
ið.; Honum er aðallega uppsigað við meðferðina á Falstaff, sem hann segir
1 Nánar verður fjallað um þýðingu hornanna í kaflanum „Þýðingarvandinn í Vindsór-
konunum" s. 68 o.áfr. í þessari ritgerð.
2 Sjá Harold Bloom: Shakespeare. The ínvention ofThe Human. London: Fourth Estate
Limited 1998. S. 315-318.
54
á fSayáá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009