Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 62
Hlín Agnarsdóttir
Helgi Hálfdanarson:
Grunnvís: Þetta mál skal koma fyrir Ráðið.
Falstaff: Bezta ráðið væri að koma þessu máli fyrir kattarnef, ef þér verðið
að athlægi.
Séra ívar: Pauca verba\ herra Jón, í kóðum orðum er kæfa fólgin.
Falstaíf: Kæfa er fólgin í kæfubelg.
Hér getur leikari auðvitað líkamnað þessi orð Falstaffs með því að vísa í
belginn á sér, en það er spurning hvort það sé nóg, hvort orðaleikurinn sé
nógu skýr og fyndinn þrátt fyrir möguleika leikarans til að túlka kæfubelg-
inn leikrænt.
I leiknum má finna ótal staði þar sem Helga tekst snilldarlega upp í
orðaleikjum, sérstaklega þeim sem snúa að líkamlegu ummáli Falstaffs.
Dæmi um það er þegar Falstaff fer að leggja drög að því að nálgast frú
Ford. Þá færir hann í tal við fylgisveina sína hvort þeir þekki herra Ford.
William Shakespeare:
Falstaff: Which of you know Ford of this town?
Pistol: I ken the wight. He is of substance good.
Falstaff: My honest lads, I will tell you what I am about.
Pistol: Two yards, and more.
Falstaff: No quips now, Pistol. Indeed, I am in the waist two yards about.
But I am now about no waste — I am about thrift. Briefly, I do mean to
make love to Ford s wife'
Helgi Hálfdanarson:
Falstaff: Hvor ykkar þekkir hann Vað hérna í bænum?
Hólkur: Ég kannast við paufa; sá er loðinn um lófana.
Falstaff: Heillavinir, ég skal segja ykkur til hvers ég mælist.
Hólkur: Þú mælist þrjú fet í þvermál
Falstaff: Engar hártoganir, Hólkur; vel kann ég mitt magamál, og það er
einmitt mál málanna, og því hef ég í hyggju að mælast til ásta við konu
Vaðs.
Þarna finnur Helgi skemmtilega lausn, með því að nota tvær sagnir, „að
mælast til einhvers" í merkingunni að tala fyrir einhverju og „að mælast“ í
i W. Shakespeare: The Merry Wives ofWindsor I.3. 33-40.
60
,/^rw d .fÖaydjá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009