Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 66
Ásdís Sigmundsdóttir
Shakespeare og þýðingar
Rómeó og Júlía Shakespeares og fyrirrennarar þeirra
Margt og mikið hefur verið skrifað á síðustu árum um þýðingar á
Shakespeare á hinar ýmsu þjóðtungur. Það hefur verið talið til marks um
mikilvægi hans og áhrif auk bókmenntalegs gildis verka hans hversu oft
hann hefur verið þýddur og á hve mörg tungumál. Mikilvægi þess að íjalla
um þetta efni í íslensku samhengi er ótvírætt en þó er það ekki umfjöllunar-
efni þessarar greinar.' Hér er ætlunin að nálgast viðfangsefnið Shakespeare
og þýðingar frá andstæðu sjónarhorni — gera grein fyrir tengslum verka
hans við ýmsar þýðingar úr samtíma hans. Reynt verður að varpa ljósi á
hvernig Shakespeare nýtti sér þýðingar og algengar breytingar sem hann
gerði á þeim.
Endurreisnartíminn á Englandi hefur stundum verið nefndur „hinn
gullni tími þýðinga".2 I framhaldi af tilkomu prentverks í Englandi árið
1476 og hratt stækkandi lesendahópi jókst bókaútgáfa gífurlega á 16. öld
og þá ekki síður þýðingar á margs konar verkum frá meginlandinu. Fjölg-
un þýðinga var afleiðing ýmissa þátta s.s. menntastefnu húmanismans
sem, þrátt fyrir þá áherslu sem var lögð á latínu, hvatti til þess að höfund-
ar fornaldar væru gerðir aðgengilegir. Auk þess fylgdi húmanismanum
aukin áhersla á þjóðtungurnar sem leiddi til mikils og fjölbreytts þýðing-
arstarfs, ekki bara á Englandi heldur um alla Evrópu.3 Samhliða áherslu
á þjóðtunguna jókst þjóðarvitund meðal menntamanna á Englandi sem
m.a. kom fram í þörf fyrir að eiga hlutdeild í því sem talið var hin glæsta
1 Sjá t.d. umfjöllun um þetta efni í: Ástráður Eysteinsson, ‘Skapandi tryggð: Shakespeare
og Hamlet á íslenskú, Andvari, 112 (1987), 53-75.
2 Sjá t.d. Francis Otto Matthiesson, Translation: An Elizabethan Art (Cambridge, Mass.:
Harvard University Press, 1931).
3 Sjá Gauti Kristmannsson, Literary Diplomacy, 2 bindi (1; Frankfurt am Main: Peter Lang
GmbH, 2005), bls. 28-30.
64
á J3e/y/iiá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009