Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 73

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 73
Shakespeare og þýðingar Þegar skoðaðar eru þær þrjár útgáfur af sögunni sem þekktar eru úr samtíma Shakespeares á Englandi, þ.e. hans eigin, ljóð Brookes og saga Painters er áhugavert að hafa í huga að verk Shakespeares var á útgáfu- tíma þess ekkert vinsælla eða talið betra en hin. Nóvellusafn Painters var gríðalega vinsælt meðal samtímamanna, átti sér margar eftirhermur, var endurprentað margsinnis og er oft vísað til þess í samtímaheimild- um. Sömuleiðis var ljóð Arthurs Brookes endurprentað nokkrum sinnum eins og fyrr segir. Það er hins vegar ekki hægt að líta fram hjá því að útgáfa Shakespeares hefur lifað innan ensku bókmenntastofnunarinnar og breiðst þaðan út til annarra landa á meðan hin verkin tvö hafa fallið í gleymsku. Astæður þess eru ábyggilega margvíslegar, þar með taldar áhrif nafns „stórs“ höfundar, tísku í framsetningu og stíl og að sjálfsögðu gæði verksins. En einnig er líklegt að þau viðhorf og þemu sem koma fram í einu verki og birtast í áherslum þess eigi frekar upp á pallborðið á einu tímabili en öðru og að auki er spurning um hvaða áhrif staða fyrirmynd- anna sem þýddra texta hafa haft á lífdaga þeirra. Það er því áhugavert að skoða þann mun sem er á verkunum, ekki aðeins, eins og oft verður raunin, til að sýna fram á yfirburðasnilli Shakespeares, þó svo að hún sé mikil, heldur til að vekja athygli á þeim mismunandi áherslum sem ein- kenna útgáfurnar og hvaða áhrif það hefur á skilning verkanna í heild. A þann hátt er hægt að nálgast margþættara svar við því af hverju ein útgáfa sögu lifir en önnur ekki. Þegar textar Painters og Brookes eru bornir saman þá kemur strax í ljós að andrúmsloftið í textunum er töluvert ólíkt, ekki síst vegna þess aug- ljósa munar sem felst í forminu og hefðum þess. Nóvella Painters segir frá atburðum á frekar raunsæislegan hátt ef frá eru taldar langar og ítarlegar útleggingar persónanna á tilfinningum sínum og efasemdum um hvað sé rétt niðurstaða í hinum ýmsu siðferðislegu vafamálum sem sagan tekur á. Hún sver sig þannig í ætt við þann prósastíl sem var að þróast á 16. öld á Englandi. Ljóð Brookes er hástemmdara og bætir hann töluvert við af um- vöndunum og útleggingum frá eigin brjósti um lærdóm sem draga megi af einstökum atburðum auk langra og ítarlegra vísana í klassísk verk og grísk- rómverska goðafræði sem eru ekki til þess fallnar að auka hraða atburðarás- arinnar. En þrátt fyrir það telja margir ávarp Brookes til lesanda sinna í upphafi ljóðsins vera í töluverðri andstöðu við það hvaða höndum hann fer um efniviðinn. I því fordæmir hann elskendurna harðlega fyrir að thralling themselves to unhonest desire; neglecting the authoritie and advice of parents and frendes; conferring their principall counsels with dronken gossyppes and superstitious friers (the naturally fitte instru- 6Z' — AF OG FRAj EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.