Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 78
Ásdís Sigmundsdóttir
steypa sér umhugsunarlaust að því er virðist inn í hringiðu tilfinninga
sem ekkert fær stöðvað.1 Hjá Painter og Brooke er samtal Rómeó og Júlíu
í garðinum miklu yfirvegaðra. Að hluta til skýrist það af hefðum prósa á
þessum tíma sem einkenndist af samtölum sem voru í raun einræður til
skiptis en einnig af því að elskendurnir eru eldri og framvindan er öll mun
hægari.2
Einn helsti kostur Shakespeares sem leikskálds miðað við fyrirrennara
hans á því sviði er að þrátt fyrir hversu margar góðar einræður hann skrif-
aði gerir hann sér grein fyrir dramatískum lcostum samtala sem byggjast á
styttri setningum og truflunum. Inn, út og fram og til baka bygging sam-
tals Rómeó og Júlíu í garðinum sýnir hvernig þetta skapar spennu. Leik-
ritsforminu fylgir líka að allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru þurfa
helst að koma fram annaðhvort í samtölum eða í eintali persóna. En jafn-
vel þegar um einræður er að ræða í fyrirmyndinni þá breytir Shakespeare
þeim gjarnan í samtöl og/eða brýtur þær upp með innskotum. Þannig er
samtal Benvolíós (sem er byggður á persónu úr nóvellunni/söguljóðinu
sem lýst er sem „one of hys Companyons of riper Age“3) og Rómeós í fyrsta
atriðinu byggt á tveimur einræðum: Rómeós og vinarins. Þetta eykur leik-
hæfi textans til muna og gerir það að verkum að framvindan virðist hrað-
ari. Þó má ekki gleyma því að samtímamenn Shakespeares dáðust mjög að
vel samsettum einræðum og því voru þær enn hluti af leikverkinu þó þær
séu mun meira áberandi í verkum Painters og Brookes.
Onnur augljós breyting sem Shakespeare gerir á fyrirmyndum sínum er sú
að hann eykur hlut aukapersóna eða jafnvel skapar þær frá grunni. Þessar
persónur eru gjarnan nefndar í þeim textum sem hann byggir á en hafa
mjög takmarkað hutverk. Hann gerir þær að raunverulegum persónum
og þá oft til að skapa hliðstæður eða andstæður við aðalpersónurnar s.s.
Enobarbus í Antoni og Kleópötru sem gegnir litlu og afmörkuðu hlutverki
í Plútark en Shakespeare gerir að eins konar sögumanni sem leggur út af
atburðarásinni.
Einnig eykur Shakespeare gjarnan á skemmtigildi verkanna með
1 Það er áhugavert að á námskeiði í Háskólanum þar sem nemendur lásu nóvellu
Painters ásamt broti af ljóði Brookes og leikrit Shakespeares kunnu sumir betur
að meta Painter vegna þess að verk hans væri raunverulegra þ.e.a.s. þeim fannst
persónurnar og atburðarásin raunsærri og töldu sig því tengjast því betur. Þeir
nemendur viðurkenndu allir að hafa hvorki lesið né séð Rómeó ogjúlíu Shakespeares
áður.
2 Sjá t.d. John Lyly, Eupheus (1578), Philip Sydney, Arcadia (c. 1580) og George Pettie, A
petite palace ofPettie hispleasure (1576).
3 Painter, Palace ofPleasure, bls. 82.
76
á .yfrryójá — Tímarit um þvðingar nr. 13 / 2009