Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 78

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 78
Ásdís Sigmundsdóttir steypa sér umhugsunarlaust að því er virðist inn í hringiðu tilfinninga sem ekkert fær stöðvað.1 Hjá Painter og Brooke er samtal Rómeó og Júlíu í garðinum miklu yfirvegaðra. Að hluta til skýrist það af hefðum prósa á þessum tíma sem einkenndist af samtölum sem voru í raun einræður til skiptis en einnig af því að elskendurnir eru eldri og framvindan er öll mun hægari.2 Einn helsti kostur Shakespeares sem leikskálds miðað við fyrirrennara hans á því sviði er að þrátt fyrir hversu margar góðar einræður hann skrif- aði gerir hann sér grein fyrir dramatískum lcostum samtala sem byggjast á styttri setningum og truflunum. Inn, út og fram og til baka bygging sam- tals Rómeó og Júlíu í garðinum sýnir hvernig þetta skapar spennu. Leik- ritsforminu fylgir líka að allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru þurfa helst að koma fram annaðhvort í samtölum eða í eintali persóna. En jafn- vel þegar um einræður er að ræða í fyrirmyndinni þá breytir Shakespeare þeim gjarnan í samtöl og/eða brýtur þær upp með innskotum. Þannig er samtal Benvolíós (sem er byggður á persónu úr nóvellunni/söguljóðinu sem lýst er sem „one of hys Companyons of riper Age“3) og Rómeós í fyrsta atriðinu byggt á tveimur einræðum: Rómeós og vinarins. Þetta eykur leik- hæfi textans til muna og gerir það að verkum að framvindan virðist hrað- ari. Þó má ekki gleyma því að samtímamenn Shakespeares dáðust mjög að vel samsettum einræðum og því voru þær enn hluti af leikverkinu þó þær séu mun meira áberandi í verkum Painters og Brookes. Onnur augljós breyting sem Shakespeare gerir á fyrirmyndum sínum er sú að hann eykur hlut aukapersóna eða jafnvel skapar þær frá grunni. Þessar persónur eru gjarnan nefndar í þeim textum sem hann byggir á en hafa mjög takmarkað hutverk. Hann gerir þær að raunverulegum persónum og þá oft til að skapa hliðstæður eða andstæður við aðalpersónurnar s.s. Enobarbus í Antoni og Kleópötru sem gegnir litlu og afmörkuðu hlutverki í Plútark en Shakespeare gerir að eins konar sögumanni sem leggur út af atburðarásinni. Einnig eykur Shakespeare gjarnan á skemmtigildi verkanna með 1 Það er áhugavert að á námskeiði í Háskólanum þar sem nemendur lásu nóvellu Painters ásamt broti af ljóði Brookes og leikrit Shakespeares kunnu sumir betur að meta Painter vegna þess að verk hans væri raunverulegra þ.e.a.s. þeim fannst persónurnar og atburðarásin raunsærri og töldu sig því tengjast því betur. Þeir nemendur viðurkenndu allir að hafa hvorki lesið né séð Rómeó ogjúlíu Shakespeares áður. 2 Sjá t.d. John Lyly, Eupheus (1578), Philip Sydney, Arcadia (c. 1580) og George Pettie, A petite palace ofPettie hispleasure (1576). 3 Painter, Palace ofPleasure, bls. 82. 76 á .yfrryójá — Tímarit um þvðingar nr. 13 / 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.