Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 81
Shakespeare og þýðingar
bæði andstæðurnar sem Rómeó dregur upp þegar hann segir Júlíu vera
sól sem skyggi á mánann og orð Júlíu um breytileika mánans sem ekki sé
hægt að treysta á seinna í sama atriði.1
Hér hefur verið reynt að nota þær breytingar sem Shakespeare gerði á fyrri
útgáfum sögunnar um Rómeó og Júlíu til að varpa ljósi á það hvernig hann
notaði fyrirmyndir sínar bæði almennt og í þessu tiltekna leikriti þó ekki
séu því gerð tæmandi skil. Með því að bera saman verk Shakespeares og þær
þýðingar sem hann notaði verður skýrara hvað hann leggur til verkanna.
I Rómeó og Júlíu verða þær breytingar sem Shakespeare gerir til að auka á
þá tilfinningu að þau sjálf og ást þeirra sé saklaus og ótengd umheiminum.
Ungur aldur, hraði frásagnarinnar og breytingarnar á Merkútsíó stuðla all-
ar að því að dregið er úr sök þeirra, bæði hvað varðar ósiðsemi og sök
Rómeós á dauða Tíbalts. Ast þeirra verður því sterkari andstæða við þann
heim blekkinga, átaka og sundrungar sem umhverfi þeirra einkennist af.
Þar með verður leikrit Shakespeares tilfinningalega áhrifameira en
um leið verður Júlía að hvatvísri og ungæðislegri stelpu. Velta má fyrir sér
hvort það eigi einhvern þátt í því að Júlía Shakespeares hefur átt sér lengri
lífdaga en hin unga kona Painters sem er mun veraldarvanari og hefur
meira vald á röklegri hugsun. Hvort sú mynd sem dregin er upp af ástum
hennar og Rómeós, þar sem þau hafna því að fylgja hefðum og reglum
samfélagsins, ekki vegna þess að þau hrífast með í stormsjó tilfinninga sem
þau ráða ekki við, heldur vegna þess að þau vega þær og meta og taka með-
vitaða ákvörðun, hafi síður átt upp á pallborðið. Eða er það einfaldlega sú
staðreynd að sú Júlía er hluti afverki sem fékk einkunnina „fonde bookes,
of late translated“?
HEIMILDIR:
Amyot, Jacques, The Lives ofthe noble Grecians and Romanes, compared together
by Plutarke of Charonea: translated out of Greeke into French by ]. Amyot,
Bishop of Auxerre, and out ofFrench into Englishe by T North. (T. Vautroullier
and J. Wight: London, 1579).
Ascham, Roger, ‘The Scholemaster’, Renascence Editions <http://darkwing.
uoregon.edu/-rbear/aschami.htm#i>, sótt 15.03 2008.
Ástráður Eysteinsson, ‘Skapandi tryggð: Shakespeare og Hamlet á íslensku’,
Andvari, 112 (1987), 53-75.
1 Sama. Línur 2.1.49 og 2.1.156-60.
ffid/t á .JBœyrójá — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 79