Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 86
Ólafur Bjarni Halldórsson
elskar ekki, þrátt fyrir hótanir um dauða eða útlegð úr samfélaginu með
inngöngu í stranga klausturreglu.
Lísander virðist ekki vera sóttur í efnivið eldri sagna. Hann virkar heil-
steyptur sem elskhugi Hermíu þegar hann er ekki undir áhrifum yfirnátt-
úrulegra töfra. Ráðagerð hans um flótta til að komast undan ströngum
feðralögum Aþenu benda til ráðkænsku og rökvísrar hugsunar. Honum
eru lögð í munn fleyg orð að „hrein ást geti aldrei streymt fram í lygnum
straumi." (Frumtexti: The course of true love never did run smooth).1
Demetríus (algengt nafn meðal Forn-Grikkja og víðar), hinn ungi að-
alsmaðurinn, kemur fram sem annar af tveimur biðlum Hermíu, en hafði
áður verið í ástarsambandi við æskuvinkonu hennar Helenu. Hann vinnur
hvorki traust né ástir Hermíu þrátt íyrir stuðning föður hennar.
Egeifur faðir Hermíu kemur aðeins fram í upphafi leikritsins og virð-
ist hafa það hlutverk að sýna fram á vald laganna þótt þau gangi í berhögg
við tilfinningar. Hann gengur langt í því að þvinga fram hjónaband sem er
honum þóknanlegt og virðist vera tilbúinn að beita dótturina harðri refs-
ingu, hlýði hún ekki föðurvaldinu.
Helena er fjórða af ungu elskendunum í Aþenu. Nafnið má rekja til
hinnar fögru Helenu frá Tróju. Það er þó kaldhæðnislegt, því áralöng bar-
átta var háð vegna Helenu frá Tróju en leikpersóna Shakespeares mátti þola
höfnun þess sem hún þráði mest. Hún er viðkvæm og tilfinningarík og
líður fyrir að hafa alist upp í skugga hinnar fjörlegu og aðlaðandi Hermíu.
Hún berst örvæntingarfullri baráttu fyrir að endurheimta elskhuga sinn
Demetríus, en má sæta harðleikinni höfnun hans eftir að hans metnaður
verður að vinna ástir Hermíu. Mest verður niðurlæging Helenu er hún
fylgir Demetríusi eftir í leit hans að Helenu í skógum Aþenu og hann
reynir að hrista hana af sér. Hún svarar þá m.a. „ég er rakkinn þinn, já,
því meir sem þú slærð mig, þeim mun meir skal ég flaðra að fótum þér.“2
Styrkur hennar birtist þó að lokum er hún hafnar ástleitni biðlana tveggja,
sem þá eru undir áhrifum töfravökva álfa. Að lokum breytist sjálfsmynd
hennar úr uppburðarlítilli ástsjúkri stúlku í sjálfsörugga konu. Væntanlega
er Shakespeare að skapa í Helenu persónu sem varpar ljósi á erfiðleika og
andstæður í ástum.
Fílóstratus (e. Philostrate) veislumeistari Þeseifs hafði það hlutverk að
velja skemmtiefni fyrir veislur hertogans. Á dögum Shakespeares hélt Eng-
landsdrottning veislumeistara til að hafa eftirlit með öllu skemmtiefni í
London. Áður en leikrit fór á fjalirnar varð handritið að fara til hans. Þegar
1 Helgi Hálfdanarson, bls. 9. Enskur texti: The Plays and Sonnets ofWilliam Shakespeare,
bls. 353
2 Helgi Hálfdanarson, bls. 23
84
á . jSœ/yrhá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009