Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 111
Yfir flugu hrafnar Óðins
lýsingarorð fremur en t.d. lýsingarhátt vegna þess að niðurbroti asksins er
ólokið, fyrsta uppkast hljóðaði upp á „niðurbrotinn askurinn“ en þá er eins
og öllu sé lokið.
Tönen kemur fyrir sem sagnorð í orðabókum og virðist fremur sjald-
gæft sem nafnorð eins og það er notað hér; blæbrigði þess minna nokkuð
á „tónun“ prests, fremur en „tóna“ almennt. „Tónun“ varð því fyrir valinu,
frekar en „tónar“.
Fluchtlinien getur vísað til byggingarlína í skipulagi byggðar, en fyrri
orðhlutinn er Flucht sem er lykilorð hjá Hein, en hann hefur vafalust haft
þá merkingu í huga er hann valdi orðið. Mér fannst þetta líka minna á orðið
Fluchtpunkt sem stendur fyrir hvarfapunkt í íjarvíddarfræðum myndverka
og draga má hvarfalínur til. Hvarfalínur heldur að vissu marki í merkingu
þess sem flóttinn stendur íyrir í Fluchtlinien\ átt er við að eitthvað hverfi í
hvarfapunkti, enska orðið er vanishingpoint.
Erfiðasta og léttasta orðið er Atem sem beint má þýða andardráttur,
en það myndi sprengja ramma bragarháttarins og vitaskuld eru einnig til
orðin andi/önd, eins og í að draga andann, standa á öndinni o.s.frv. Fyrra
orðið hefur einnig aukamerkinguna andi eins og andans maður eða draug-
ur t.a.m. Ég valdi karlkynsútgáfuna af orðinu því „önd“ gæti miklu frekar
misskilist, ekki síst þar sem talað er um fuglaflug í sömu línu. Þýðingin
lítur því þannig út:
ASKUR HEIMSINS
fyrir Gauta Kristmannsson
Rótrifið rými
niðurbrotnandi askur
tónun þess fyrrum
vindurinn á lengdina
strýkur hvarfalínurnar
Loftstreymi andi
holdtekinna minninga
andi fuglaflug
í forspáðri eyðingu
fyrirheit endurkomu
WELTESCHE
fiir Gauti Kristmannsson
Entwurzelter Raum
niederbrechender Esche
sein Tönen von einst
ein Wind auf lange hinaus
die Fluchtlinien bestreicht
Luftströmung Atem
einverleibtes Gedenken
Atem Vogelflug
in beschwornes Verderben
verheiflene Wiederkehr
á jflSccyó)á- — AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMÁL IO9