Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 120

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 120
Suzatia Tratnik — Þórunn Erlu Valdimarsdóttir Frekur strákur Við Vera sitjum framan við þorpskrá ekki langt frá Ljubljönu. Þetta er síðdegis á laugardegi. Eg er í stuttbuxum og stuttermabol. Við súpum öl- kelduvatn. Heitt er í veðri því þetta er í júní. Fyrir eitthvað fjórum árum. Gæjar sitja við næsta borð. Þeir eru fullir og láta illa. Borðið er fullt af bjór- og vínflöskum. Gengilbeinan hirðir þær ekki; lætur sigurtákn þeirra vera. Ég reyki og rövla við Veru. Læt sem ég sjái hvorki gæjana né sig- urvinninga þeirra. Eins Vera. Við minnumst ekki á þá einu orði, látum sem þeir séu ekki þarna. Þá nálgast sá yngsti þeirra, svona sautján og hálfs árs, á leiðinni á klósettið. Hann riðar, grípur í stóla, borð, girðinguna til stuðnings. Hann styður sig við stólbakið mitt. Ég þykist ekki sjá, sný mér ekki við. „Hey, stráksi!" Kallar sá elsti til hans, svona þrjátíu og átta. Fyrir framan hann er lengsta flöskuröðin. Líklega er því fleira við hann af lengstu gerð. Stráksa kallar hann þann sem hallar sér að stólnum mínum. Við Vera þögnum. Lítum hvorki upp né á hvor aðra. „Hvað?“ spyr Stráksi bak við mig. „Biddu afsökunar,“ skipar Lengsti. „Þú rakst þig í stólinn hennar. Svona gerir maður ekki.“ „Æ, já,“ segir Stráksi. „Fyrirgefðu." Hann leggur hönd sína á öxl mér. Ég lít ekki við. Horfi á Veru. „Þetta er í lagi,“ segi ég. „Fínu lagi.“ Ég beini orðum mínum að Lengsta, þar sem ég veit að strákurinn er aukaatriði. „Fyrirgefðu,“ endurtekur Stráksi. Hann andar niður hálsinn á mér. „Ekki biðja hana,“ segir Lengsti og hækkar röddina. „Biddu hann afsökunar.“ Og Stráksi biðst enn afsökunar, og beinir orðum sínum til hans — Veru. „Allt í góðu,“ segir Vera. Hún beinir orðum sínum einnig yfir á borðið til Lengsta. Við ókeyj- um aftur og aftur, fyrir friðinn, svo þessum leiðindum sé lokið. „Fyrirgefðu félagi,“ segir stráksi við Veru. Nú hallar hann sér yfir mig, ég óttast hann falli, brjóti heimskan haus- inn og úði yfir mig blóði. Þá munu þeir biðjast afsökunar næstu öldina. „Mér þykir leitt að hafa rekist utan í konuna þína félagi,“ segir Stráksi og staulast loks í áttina að baðherberginu. 118 á - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.