Þjóðmál - 01.12.2009, Side 22

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 22
20 Þjóðmál vetur 2009 og bramli, aftur til fyrra horfs . Þeir liðnu tímar, sem „movement conservatives“ kváðu vilja endurskapa, eru ýmist samfélag án um­ fangsmikilla velferðarkerfa eins og Banda rík in voru fyrir daga „New Deal“ eða einhver horf­ inn heimur þar sem kristin trú og gildis mat sem tengist hefðbundnum fjöl skyldu hlut­ verk um á að hafa mótað líf fólks í ríkari mæli en nú . Vissulega er nokkuð til í skiptingu hægri manna í sanna íhaldsmenn og öðru vísi hægri menn þótt merkimiðinn, sem Tanenhaus setur á alla þá sem ekki geta talist arftakar Burke, Disraeli og Oakeshott, feli í sér ansi mikla einföldun og sé ef til vill ekki síður einstrengingslegur en hugmyndafræðin sem hann eignar þeim . Hægri stefna í bandarískum stjórnmálum er margbrotnari en svo að einföld tvískipting af þessu tagi dugi til skilnings á henni . Að vera hægrisinnaður getur falið í sér áhersl­ur í dúr við eitt eða fleira af eftir töldu: a) Virðing fyrir hefðum í stjórnsýslu, tregða til róttækra breytinga á þeim og skiln­ ingur á því að endurbætur á stofnunum og samfélagsháttum verði að gerast smám saman: Samfélagið sé bæði of flókið og vitund manna of háð sögu og siðum til að nokkur geti stigið út úr sínum félagslega veruleika og endur skipulagt hann frá grunni – tilraunir til þess séu ekki umbætur heldur eyðilegging . Þetta tengist oft vantrú á hugsjónum eða áætlunum um umfangsmiklar eða róttækar breytingar á samfélaginu og ugg um að slíkar breytingar hafi aðrar afleiðingar en þeim er ætlað . b) Gildi réttarríkis og virðing fyrir lögum og rétti, oft í bland við andstöðu gegn því að ríkisvaldinu sé beitt til að breyta rótgrónum samfélagsháttum . c) Sterkar landvarnir, öflugur her . d) Þjóðrækni, stundum í bland við þjóð­ ernisstefnu . e) Markaðsbúskapur og friðhelgi eignar­ réttar, gjarna í bland við hagstjórn í anda frjálshyggju og áherslu á einstaklingsfrelsi, lága skatta, takmörkuð ríkisumsvif og efasemdir um réttmæti umfangsmikilla opinberra velferðarkerfa . f ) Trúarleg rök fyrir stjórnmálaskoðunum, gjarna í bland við viðleitni til að hverfa til eldri samfélagshátta og varðveita eða endur­ reisa gildi sem tengjast, eða eru álitin tengjast, hefðbundnum hlutverkum fjölskyldunnar . Þessum lista er ekki ætlað að vera tæmandi . Ég held þó að hann dugi til að varpa nokkru ljósi á kenningu Tanenhaus . Þeir sem hann telur vera ærlega íhaldsmenn leggja mesta áherslu á fyrstu atriðin á þessum lista . Þeir sem hann segir að hafi lagt undir sig Repúblikanaflokkinn og breytt honum úr ábyrgum íhaldsflokki í flokk sem einkennist af öfgum og einstrengingslegri hugmyndafræði hafa hins vegar meiri áhuga á atriðum sem eru neðan til á listanum og hunsa jafnvel a) og b) . Nú er það vissulega rétt að þeir sem ekki leggja neina áherslu á a) og b) geta varla talist fylgja Burke, Disraeli og Oakeshott að málum . Það er ennfremur rétt að einstrengingsleg áhersla á neðstu tvö atriðin á listanum getur beinlínis stangast á við íhaldssemi af þeirri gerð sem lýst er í lið a) því veraldarhyggja í stjórnmálum og opinber velferðarkerfi eru hluti af félagslegum veruleika sem sannir íhalds menn hljóta að álíta glannaskap og heimsku að umbylta með róttækum og skyndi legum hætti . Ég hygg að Tanenhaus hafi enn fremur rétt fyrir sér í því að undanfarin ár hafi öfgalausir íhaldsmenn með skilning á gildi a) og b) farið heldur halloka í flokki Repúblikana . Hins vegar er mér mjög til efs að þeir séu endanlega af baki dottnir eins og hann vill vera láta . Þar sem Tanenhaus gerir aðeins greinar­mun á tvenns konar hægri mönnum: Ærleg um íhaldsmönnum og hinum sem hann

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.