Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 26

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 26
24 Þjóðmál vetur 2009 fer með íslensk ættjarðarljóð eins og stallsystir hennar á Austurvelli 17 . júní . Það er sungið og spilað og dansað fram á nótt . Að vísu er þetta Yankee­tónlist bak við bláar Yankee­ buxur og Texas­hatta . Þetta heitir Nýja Ísland, sem er auðvitað að renna sitt skeið . Með nýjum kynslóðum fjarar málið út og landar vorir renna saman við hinn þunga straum þjóðanna . Ekkert getur stöðvað þá þróun . Tungumálið gleymist að lokum, síðustu leifar íslenskrar menningar, heimanfylgju flóttafólksins handan hafsins . Seinna, þegar Freyja hefur misst móður sína og móðursystur, Birdie, sest hún að í New York og vill loka þessum kafla lífsins, segja skilið við fortíðina . Hún er búin að fá nóg af þessu öllu saman, „þessum dapurlegu litlu Íslandsleifum“, eins og hún sjálf orðar það . En það fer nú reyndar á annan veg . Á þessu hausti hef ég lesið tvær bækur þar sem koma við sögu börn, sem tekin eru frá mæðrum sínum . Freyjuginning er önnur þeirra . (Hin er bók Sindra Freyssonar, Dætur mæðra minna .) Það er kannski hrein tilviljun, en engu að síður löngu tímabært umræðuefni . Áður fyrr þótti það ekki tiltökumál að hrífa barn úr móðurfaðmi og færa öðrum til fósturs . Lífsbaráttan var hörð, fjöldi barna dó í bernsku og mæður áttu oft ekki annarra kosta völ . Þetta var algengt til sveita, ef þannig stóð á, veikindi, fátækt, sjúkdómar og fráfall fyrirvinnu . Stundum gat þetta blessast, en oftar en ekki hafði þetta skelfilegar afleiðingar, sem drógu dilk á eftir sér . Í öllum fjölskyldum eru börn sem hefur verið misþyrmt á þennan hátt . Og maður getur ímyndað sér hvernig líf þeirra hefði orðið, ef þau hefðu fengið að lifa því lífi, sem guð ætlaði þeim, vera til blessunar sinni eigin móður og njóta upprunans . Þegar Freyja er þrettán ára fer hún í heimsókn til gamla landsins með Birdie, frænku sinni . Mér finnst frásögn höfundar rísa hæst í þeim hluta bókarinnar . Hún er svo fjörleg, hrífandi og dramatísk, að maður stendur á öndinni hvað eftir annað . Höfundur virðist þekkja landið, þjóðina, söguna, og jafnvel tungumálið, betur en margir þeirra, sem hér eiga heima allt sitt líf . Þó að ég hafi hrifist af frásagnargleði höfundar í fyrri hluta bókarinnar, þá magnast þessi aðdáun um helming, þegar á líður og rís hæst í gígnum við Öskju, þegar Birdie klæðir sig úr öllum fötunum og stingur sér til sunds í „mjólkurgræna laugina“ . Þetta er æsispennandi saga og mikið gleði efni, að hún skuli hafa verið þýdd á ís lensku . Hún á erindi við okkur, þessi bók . Hún gefur okkur innsýn í líf Íslendinga á fjar lægum slóðum rúmri öld eftir að þeir flúðu heimalandið . Þeir stofnuðu Nýja Ísland og héldu, að þeir gætu haldið áfram að vera Íslend ingar í annarri heimsálfu – þrjóskuðust við . Nú er komin ný kynslóð Íslendinga, sem stendur á vegamótum – að fara eða vera? Hvað tekur við? Erum við reiðubúin að fórna þjóðerni okkar, tungu okkar? Getum við lært af frændum okkar, Vesturför un­ um? Nú þegar ég hef lokið við að lesa bókina um Freyju og veit, hvernig hún endar, gæti ég allt eins hugsað mér að byrja upp á nýtt og lesa hana aftur . Og í þetta sinn mundi ég lesa hana hægar – ekki elta atburðarásina heldur njóta textans, drekka í mig hvert orð, hverja setningu, sem seytlar fram af gáska og fjöri og töluverðu listfengi . Ég hef ekki séð frumtextann, en ef dæma má út frá tungu taki Þórdísar Bachmann, þá er þetta þrusu góður texti, hraður, hrjúfur, litríkur og miskunnarlaus á köflum . Þórdís Bachmann á svo sannarlega heiður skilið fyrir að koma þessari merku bók til skila á gamla málinu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.