Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 69

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 69
 Þjóðmál vetur 2009 67 Texti og dagsetningar. Rekstrartap Mat skipa Hrein eign. Niðurstöður endurskoðaðs ársreiknings 1984 95,7 m .kr . 244,7 m .kr . ­104,9 m .kr . Áhrif á hreina eign Tap jan ./apr . 1985 100 .0 m .kr . ­100,0 m .kr . Hlutafjáraukning fyrri hluta árs 1985 +80,0 m .kr . Mat bankaeftirlits á skipum, bréf 9 . sept 1985 100,7 “ ­144,0 m .kr . Tap maí/ ágúst 1985 100,0 m .kr . ­100,0 m .kr . Tap sept . okt . nóv 1985, Hafskip, Ísl . skipafélagið ? ? Heildartap 1984, 1985 og eigið fé lágm . við gjaldþrot 295,7 m.kr -366,9 m.kr. samvinnufélaga . Forystumenn Sambandsins, sem höfðu áhuga á þessari félagsstofnun af viðskiptalegum ástæðum, voru bornir ofurliði í stjórn þess og hún tilkynnti opinberlega 23 . nóvember, að þessum viðræðum væri slitið . Þá var staðan þessi: Lánardrottinn hafði kyrrsett Skaftá, skip Hafskips, í Antwerpen, sem lýsti vel viðskiptaumhverfinu . Eimskip var orðinn eini sjáanlegi kaupandinn að fyrirtækinu í rekstri . Forráðamenn þess kröfðust yfirlýsingar bankastjórnar Útvegsbankans, um, að þeir tryggðu Eimskipi 70% af viðskiptum Hafskips, ef til slíkra kaupa ætti að koma af þeirra hálfu . Þá kröfu var augljóslega ekki hægt að uppfylla . Sú leið, sem stjórnendur Hafskips og Útvegsbankans voru sammála um frá miðju sumri 1985, að ein væri fær til að forða gjaldþroti, var endanlega lokuð . Við þessar aðstæður í rekstri Íslenska skipa félagsins, sem átti „að starfa í nokkra daga“ og með tap í lestinni, sem nam marg földu nýsöfnuðu hlutafé, ásaka báðir sagn fræðingarnir bankastjórn Útvegsbankans um þá ósvinnu að gefa félaginu ekki eins konar framhaldslíf . Orðrétt segir í Afdrif Hafskips í boði hins opinbera: „Hafskipsmenn sneru sér nú að því að reyna að byggja upp á nýtt í gegn um Íslenska skipafélaginu. Helstu hluthafar í Hafskipi og Íslenska skipafélagsins töldu sig hafa fengið svigrúm til þess hjá Útvegsbankanum að safna um 200 milljónum króna í nýtt hlutafé, svo að Íslandssiglingar Hafskips gætu haldið áfram.“ 15 Til stuðnings þessari söguskoðun er í báðum bókunum vitnað í viðtal við Svein R . Eyjólfsson, stjórnarformann Íslenska skipafélagsins, í Frjálsri verslun haustið 1986 . Haft er eftir honum, að þeir hluthafar, sem lagt höfðu fram 80 millj . fyrr á árinu „ætluðu að tryggja Íslenska skipafélaginu 200 milljónir króna í aukið hlutafé“16 og jafnframt, að það hafi verið „af þrekleysi og hræðslu“17 15 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 48 . 16 Hafskip í skotlínu, bls . 116 . 17 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 56 . bankastjóranna, sem þessum bjarghring var hafnað . Þegar þessi stórmerkilega sögulega heimild er metin, þarf að hyggja að því, að hugmyndin kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum fyrir gjaldþrotið . Stjórn Íslenska skipafélagsins kynnti bankastjórninni hana lauslega 26 . nóvember . Engin grein var gerð fyrir útfærslu málsins, t .d . hvort ætlast væri til að bankinn lánaði félaginu út á skuldabréf hluthafa eins og áður . Þess má geta í því sambandi, að skuldbindingar Haf­ skips gagnvart Útvegsbankanum námu þá 130% af eigin fé hans . Bankastjórnin taldi þessar hugmyndir á þessum tíma algjör­ lega óraunhæfar og marklausar, þegar tekið var tillit til geigvænlegrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og viðskiptaumhverfisins . Hún lét samt hagdeild bankans og löggiltan endurskoðanda fara yfir rekstraráætlun félagsins fyrir 1986 . Niðurstaða þeirra var að 135 milljóna króna tap yrði á rekstrinum það árið . Uppsafnað tap þriggja ára 1984 til og með 1986 hefði samkvæmt því orðið að lágmarki 430 millj . króna . Aukið 200 millj . kr . hlutafé hefði því aðeins nægt til að jafna helminginn af því tapi . Það verður að teljast lítt fýsileg fjárfesting . Staðhæfingin um, að bankastjórnin hafi „gefið svigrúm“ til þessarar hlutafjársöfnunar er tilbúningur . Þegar bankastjórn Útvegsbankans stóð frammi fyrir óumflýjanlegu gjaldþroti Hafskips í nóvember 1985, kom fram sú hugmynd að leita samkomulags við Eim­ skipsmenn um að þeir gerðu tilboð í allar áþreif anlegar eignir Hafskips úr þrotabúi þess . Ástæðan var einföld . Öll rök hnigu að því, að með slíku samkomulagi fengist meira fyrir eignirnar en á uppboði eða brunaútsölu og bankinn tryggði best þau veð, sem hann hafði í eignum félagsins . Þetta var gert og fær þunga dóma í bókunum . Talað er um „nauðungarsamning“18 og spunnið um „hreinu leiðina“ eða aðferða fræðina við 18 Hafskip í skotlínu, bls . 63 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.