Þjóðmál - 01.12.2009, Page 72

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 72
70 Þjóðmál vetur 2009 Ef litið er yfir stjórnmálasögu síðustu ára kemur berlega í ljós, hver er fyrir ferðar­ mestur þar . Það er Davíð Oddsson . Hvers vegna skyldi það vera? Í dag þvaðra margir um, að hann hafi verið valdur að hruninu, sé gjörspilltur og veru­ leika firrtur . En hvað segja staðreyndir? Árið 1989 var slæmt ástand í efnahagsmálum þjóð­ arinnar eftir lélega stjórn í landsmálunum og miklar skattahækkanir voru í tísku þá . Davíð Oddsson borgarstjóri hækkaði ekki útsvarið, en samt gekk rekstur borgarinnar ágætlega . Til samanburðar má geta þess, að borgars tjóri R­listans hækkaði útsvar upp í topp í góðæri og safnaði meiri skuldum en áður hafði þekkst . Þegar Davíð tók við forsætisráðherra­ embætti kom strax í ljós vilji hans til að lækka skatta . Sökum slakrar fjármálastjórnar fyrri ára gat hann ekki strax lækkað skatta, en með tíð og tíma tókst það . Hann barðist mjög á móti spillingu í stjórnkerfinu, öllu sjóða­ sukkinu sem viðgekkst í tíð vinstri manna og fól Ríkisendurskoðun að gera úttekt á lán veit­ ingum Byggðastofnunar . Hann færði þjóð ina í áttina að frelsi og losaði okkur undan viðj um embættismanna sem veittu styrki sam kvæmt geðþóttaákvörðun og ekki þótti löstur að veifa réttu flokksskírteini . Árið 2003 fjallaði hann um það í ræðu, að ofurlaunastefna væri stórskaðleg og benti m .a . á reynslu Bandaríkjanna í því samhengi . Ýmislegt fleira tíndi hann til, máli sínu til stuðnings . En hvað sagði þjóðin? Hann þótti bara nei­ kvæður og leiðinlegur . Davíð varaði við því, að útlánastefna bank­ anna væri glannaleg og gæti ógnað láns­ hæfismati þjóðarinnar . Hann sagði þetta ekki rétt fyrir hrunið 2008, heldur á ársfundi Seðlabankans árið 2004 . Hafi hann verið svona valdasjúkur, eins og sumir halda, hefði hann þá ekki reynt að setja lög og koma í veg fyrir þessi ósköp? Sumir segja einnig að hann beiti sér hart gegn þeim sem eru ósammála honum . Samt er hægt að benda á ýmsa sem græddu mikið og gekk vel, án þess að teljast í náðinni hjá Davíð eins og það var kallað . Engin dæmi hef ég heyrt staðfest, þess efnis, að hann hafi brugðið fæti fyrir menn sem honum mislíkaði við . Eflaust hefði hann getað það, en hann er of mikill drengskaparmaður til að misnota vald sitt . Þjóðin er svo fljót að gleyma . Árið 1989 kvartaði Vinnuveitendasambandið sár­ lega yfir því, að háir skattar væru að sliga atvinnu lífið . Eftir að Davíð komst til valda voru skattarnir lækkaðir úr 45% í 33% og að lokum niður í 18% . Það var mjög til hagsbóta fyrir atvinnulífið . Stjórnarandstaðan hélt fund með ríkis stjórn Davíðs Oddssonar á fyrstu misserum þeirrar Jón Ríkharðsson Hugleiðingar um Davíð

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.