Þjóðmál - 01.12.2009, Page 87

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 87
 Þjóðmál vetur 2009 85 í þessari sögu, við vitum meira um einstök atriði og þætti hennar en við gerðum fyrir tólf árum síðan og mat fræðimanna hefur óneitanlega breyst í ýmsu tilliti . Á allra síðustu árum hafa sagnfræðingar, einkum breskir, þýskir og franskir, fengið aðgang að skjalasöfnum í þessum löndum og unnið þarfar rannsóknir með aðstoð og þátttöku heimamanna . Afrakstur þessa starfs er nú óðum að birtast á prenti, í bókum og ritgerðum, og þótt það muni trauðla breyta heildarmynd okkar af því, sem hér er um fjallað, er líklegt að einstök atriði verði skýrari er fram líða stundir . Hins sama má trúlega vænta úr öðrum heimsálfum . Þýðing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bókinni er slétt og felld, á köflum ljómandi góð en á stöku stað er eins og þýðandann hafi þrotið örendið og textinn verður flatur og nánast leiðinlegur aflestrar . Það þarf þó varla að koma á óvart, það er mikið eljuverk að þýða þetta mikla rit og víst þarf mikið úthald til að halda dampi allan tímann . Þessi bók er þörf lesning öllum þeim, sem áhuga hafa á sögu 20 . aldar, og þá sérstaklega sagnfræðingum og nemendum í sagnfræði . Allur frágangur hennar er með ágætum, en það skal þó tekið fram, að ég kann yfirleitt lítt að meta það að fá í hendur svo þykkar bækur í kilju . Þær endast illa og fara í hendi, eins og blautur og slorleginn flatfiskur . Kommúnistaávarpið Marx og Engels: Kommúnistaávarpið, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2008, 225 bls . Eftir Atla Harðarson Á síðasta ári kom þýðing Sverris Krist jáns­sonar á Kommúnistaávarpinu eftir Karl Marx (1818–1883) og Friedrich Engels (1820– 1895) út sem lærdómsrit hjá Hinu ís lenzka bókmenntafélagi . Í bókinni eru, auk Komm ­ únistaávarpsins (á síðum 163–223), inn gangur eftir Pál Björnsson (á síðum 9–55) og Aldar­ minning Kommúnistaávarpsins eftir þýð andann, Sverri Kristjánsson, (á síðum 56–159) . Þetta er vönduð útgáfa og þýðing Sverris er á skínandi máli og, eftir því sem ég best fæ séð, afar vel unnin . Í inngangi Páls er fjallað með skilmerki­ legum hætti um íslenskar þýðingar á Komm­ únistaávarpinu og útgáfur þeirra og einnig um viðtökurnar sem þær fengu . Þarna segir meðal annars frá því að það var gefið út í 5 .000 eintök­ um árið 1924 í þýðingu Einars Olgeirssonar (1902–1993) og Stefáns Pjeturssonar (1898– 1987) . Alda r fjórðungi seinna kom ávarpið svo út í þýðingu Sverris Krist jánssonar sagnfræð­ ings (1908–1976) . Sú þýðing var gefin út fjórum sinnum á síðustu öld í samtals yfir 5 .000 eintökum . Bókin sem er tilefni þessara skrifa er því 6 . útgáfa Kommúnistaávarpsins á íslensku og 5 . útgáfan á þýðingu Sverris . Kommúnistaávarpið er stutt rit . Það skiptist í fjóra kafla . Sá fyrsti lýsir meginatriðunum í hugmyndum Marx og Engels um samfélagið og þróun þess . Annar hlutinn lýsir pólitískri stefnu þeirra . Í þeim þriðja greina höfundar frá hugmyndum sínum um sögu sósíalisma á fyrri hluta 19 . aldar . Í fjórða og langstysta hlutanum leggja þeir skoðanabræðrum sínum línur um hvaða flokkum þeir geti helst starfað með . Seiðmagn kommúnismans Aldarminning Kommúnistaávarpsins sem Sverrir Kristjánsson skrifaði árið 1948 er merkilegur texti sem ég hygg að gefi góða innsýn í hugarheim kommúnista um miðja síðustu öld . Sverrir var þess fullviss að hægt væri að hrinda hugsjónum Marx og Engels í framkvæmd og að það hefði verið gert austur í Rússlandi: Sósíalisminn er ekki lengur draumur eða hug­ ar burður ánauðugra manna né heldur fræðileg framtíðarsýn . Sósíalisminn er lifandi þjóðfélag vinnandi manna . Þetta þjóðfélag gnæfir ekki lengur yfir mönnum eins og annarlegt afl, sem ekki er af mannsins heimi . Þetta þjóðfélag er þeirra verk, og þeir vita það . Hver óbreyttur verka maður í ríki sósíalismans getur sagt með meira rétti en sólarkonungur Versala sagði um ríki sitt: Sósíalisminn – það er ég! Það er með öllu til gangslaust að vera með einhverjar vangaveltur út af því, hvort sósíalisminn sé „framkvæmanlegur“ . Hann hefur þegar verið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.