Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 40
Komst hann að þeirri niðurstöðu að Arboe Rasmussen skyldi vera sýkn.83
Þetta mál hafði mikil áhrif bæði kirkjulega og pólitískt og kallaði fram átök
milli þeirra er efla vildu víðfeðma kirkju og hinna sem standa vildu vörð
um hefðbundna kenningu lúthersku kirkjunnar og jafnvel skilja milli ríkis
og kirkju í því skyni.
Jón Helgason (1866-1942) þá prófessor við guðfræðideild Háskóla
Islands og biskup frá 1917 lýsti þýðingu dómsins svo í Isafold:
Dómur þessi merkir ..., að með honum er hver sd kennimaður, sem veit sig
byggja d grundvelli heilagrar ritningar eins og skynsemi hans gerir greinfyrir
vitnisburði hennar og eins og þessi vitnisburður nœr tökum á samvizku hans,
viðurkenndur að eiga heimilisfang innan evangelisk-lúterskrar þjóðkikju, vilji
hann sjáifur láta telja sig þar til heimilis.8'* [Leturb. J.H.]
Túlkaði Jón Helgason dóminn hér út frá sjónarhorni frjálslyndarar guðfræði-
hefðar þar sem hann í lútherskum anda lagði áherslu á kennivald Biblíunnar
[sola scriptura) sem bæri þó að túlka á óbundinn, fræðilegan hátt. Um leið
dró hann þær ályktanir af dóminum að þessar áherslur rúmuðust eftirleiðis
í íslensku þjóðkirkjunni ekki síður en hinni dönsku.85
83 J[ón] H[elgason] 1916: 3.
84 J[ón] Hfelgason] 1916: 3. Hér gætir mjög mats frjálslyndrar guðfræðihefðar. Jón Helgason leit
einnig svo á að dómurinn fæli í sér hugsunar- og kenningarfrelsi andlegrar stéttar manna, að
þjóðkirkjan væri „rúmgóð, umburðarlynd og frjálslynd“, sem og að hin „frjálslynda trúmálastefna“
væri viðurkennd jafnrétthá innan þjóðkirkjunnar og hin eldri stefna. Þá benti hann á að
dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir fsland þar sem hæstiréttur í Kaupmannahöfn væri einnig
hæstiréttur þess. Grein sinni lauk Jón með orðunum: „En hvað segja þeir nú forverðir gömlu
stefnunnar hér heima, sem digurbarkalegast hafa talað gegn nýguðfræðingunum íslenzku -
presturinn í Vigur, Bjarmamenn og, síðast en ekki sízt, lögmaðurinn vandlætingarsami, sem
verið hefir að leika hæstarétt hér heima upp á síðkastið [Gísli Sveinson]. Og hvað verður um 7.
gr. í „íslenzka kirkjurétdnum“ nýja? - mundi hún ekki þurfa að umritast. “ J[ón] H[elgason]
1916: 3. Hér er vísað til rits Einars Arnórssonar sem út kom 1912. 1 7. gr. þess er fjallað um
trúarrit þjóðkirkjunnar og þýðingu þeirra. Þar er sagt að játningarrit kirkjunnar eigi eftir tilgangi
löggjafans að vera „ábyggileg og ófrávíkjanleg skýring á trúarlærdómum heilagrar ritningar" sem
væru „fullkomlega bindandi". Einar Arnórsson 1912: 36. Þá segir þar og: „Játuð trú á sannindi
trúarlærdóma rita þessara er skilyrði til þess, að maður geti fengið og haldið kennimannsstöðu í
þjóðkirkjunni..." Einar Arnórsson 1912: 38.
85 Hér er heitið frjálslynd guðfræðihefð notað yfir guðfræðistefnur sem (1) einkennast af áherslu
á trúarreynslu einstaklinga fremur en játningar og helgisiði, (2) leitast við að vera í sambandi
við menningu, menntun og vísindi samtíma síns og nota almennar, viðurkenndar aðferðir og
viðmið við ritskýringu og guðfræðilegar rannsóknir og (3) taka sjálfsforræði einstaklinga fram
yfir hagsmuni kirkjustofnunarinnar. Gunnar Kristjánsson 2009. Mikilvægt er að inn í merkingu
orðsins frjálslyndur í þessu sambandi blandist ekki gildismat.
38