Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 68

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 68
séu unnir út frá slíkum rökfræðilegum og mælskufræðilegum módelum, rétt eins og einstakir kaflar innan þeirra og loks smæstu einingar orðræðu eða einingar hugsunar.80 f raun mætti spyrja hvort hér sé ekki komið í fullan hring. Mælskufræði textans á jafnt við hvort heldur honum var upprunalega miðlað munnlega eða skriflega. Sömu tækni er beitt og þá verður ekki endilega séð að texta- samsetningin sanni munnlega miðlun hefðarinnar fremur en til að mynda ef textinn væri saminn í fyrsta sinn undir lok annarar aldar í dæminu af Mishna. En á sviði hugsunarvísinda hefir einnig verið tekið til við að rannsaka minni og miðlun hefða á grundvelli heilastarfsemi. I hugsunar- vísindum nær hin þverfaglega nálgun langt út fyrir húmanísk fræði og hér taka þróunarsálarfræði og lífeðlisfræði að setja svip sinn á rannsóknirnar. I þessu samhengi er leitast við að sýna fram á hvernig heilastarfsemi mannsins bregst við áreitum úr umhverfmu og hvernig hún vinnur úr þeim og varð- veitir afraksturinn af þessum ferlum í skemmri eða lengri tíma.81 Niðurstaða þessarar nálgunar er þó líklegri til að segja eitthvað um endurtekið ferli sem aftur er upplýsandi um trúarlega hugsun og mótun fremur en að varpa ljósi á hið félagslega umhverfi sem tiltekinn texti sprettur úr og mótast af. Rannsóknir á samsetningarsögu texta benda einmitt í þá átt að textar eins og guðspjalla Nýja testamentisins hafa farið í gegnum all langa mótun áður en lokapunktur er settur við þá viðleitni. Sú mótun endurspeglar einmitt nýjar áskoranir sem fólkið á bak við textanotkunina tókst á við á sínum tíma. Þegar textanum er lokað, ef svo má að orði komast, hættir þetta ferli ekki. En röksemdafærslan færist yfir á texta utan guðspjallanna og Nýja testamentisins og verða hluti af viðtökusögu textanna. Til að lýsa þessu ferli þarf ekki kenningar um munnlegar geymdir, sem ævinlega er erfitt að festa fingur á, heldur rannsóknir á samsetningu texta og viðtökusögu þeirra í gegnum margar aldir eins og áður segir hér að framan.82 Textatengsl á vettvangi ritunar eru ef til vill mesta ógnin við hugmyndir um munnlegar geymdir eða liggur ekki mesti óttinn í því að trúarlegir textar eigi sér ekki aðrar hefðir en mannlegt ímyndunarafl við skrifpúlt hins forna 80 Jacob Neusner, The Memorized Torah: The Mnemonic System of the Mishnah 1985. Hann segir m.a., „It is the confluence of logic, topic, and rhetoric that generates at the deepest structure of the Mishnah's language a set of mnemonic patterns" (s. 1). 81 Sbr. t.d., István Czachesz, „The Emergence of Early Christian Religion: A Naturaiistic Approach“ 2007, s. 73-94. 82 Sbr. Henderson, Scriptnre, Canon, and Commentary, s. hvarvetna. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.