Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 121
grundvöllurinn í þrengri merkingu sem skelfur heldur allar vonir mannsins
um að einhvers staðar sé óyggjandi sannleik að finna, þar með eru vísindin
ekki undanskilin, heimspekin þaðan af síður. Prédikunin hvetur manninn
til þess að horfa hugrakkur í djúp þess veruleika sem virðist vera með öllu
án tilgangs og merkingar. Með því að horfast í augu við tómið á maðurinn
stefnumót við guðdóminn, þann Guð sem er hulinn leynardómur, deus
absconditus. Til þess að horfa í djúpið þarf hugrekki en fyrir hugrekkið
verður djúpið uppspretta nýrrar vonar og lætur af sér leiða nýtt hugrekki
og nýja trú. Höfundur er þeirrar skoðunar - og styðst þar einnig við
sjónarmið annarra - að Tillich hafi með þessu viðhorfi sínu lagt grunn að
póstmódernismanum (s. 12). Með því að horfa í djúpið opnast nýr veruleiki
sem tengir miðaldir og nútímann þar sem maðurinn skynjar sig á mörkum
djúprar merkingar og afgerandi merkingarleysis (s. 34-35). Þar er höfundur
í góðu samfélagi kvenna eins og Júlíu Kristevu (s. 21) og Grace Jantzen
(s. 18) sem spyr hvort hinn eiginlegi staður guðdómsins í nútímanum sé
kannski einmitt þarna, í því hyldýpi sem er í senn ógnandi og skapandi.
Höfúndur rekur þessa vitund Tillichs um hyldýpið reyndar til ljóðs sem
hann orti 17 ára eftir að móðir hans lést úr krabbameini, þetta var eina ljóðið
sem hann skrifaði um ævina. Það fjallar um leit að sjálfsskilningi og er þrungið
af spurningum um merkingu lífsins, spurt er um tilvist mannsins, um líf hans
og dauða (s. 1. Nmgr: Bin ich denn ich, wer sagt mir, dass ich binl/Wer sagt mir,
was ich bin, was ich soll werden/ Was ist der Welten, was des Leben Sinni/Was ist
das Sein und das Vergehen aufErden?/ O, Abgrund ohne Grund/ des Wahnsinns
finstre Tiefie!/Ach dass ich nimmer Dich geschaut/und kindlich schliefe!) í ljóðinu
eru hugtök sem áttu síðar eftir að skipta miklu í guðfræði Tillichs.
I stuttum útdrætti í upphafi gerir höfundur grein fyrir meginþáttum
doktorsritgerðarinnar. Þar segir að hugtakið hyldýpi hafi löngum verið
mikið notað í heimspeki og guðfræði þar sem því sé ætlað að vísa til botn-
leysis mannlegrar tilvistar, til spurninga mannsins um eigin tilvist sem vekja
ótta hans og angist og loks hafi það verið notað um veruleika guðdómsins.
í frumspeki og guðfræði hafi þessi hefð verið blómlegust í dulhyggjunni.
Þar ber fyrst að nefna þýska dulhyggjumanninn Meister Eckhart, sem uppi
var á 13. öld og hafði mikil áhrif á Martein Lúther og einnig Paul Tillich,
en miðaldir þekktu einnig áhrifamiklar konur á sviði dulhyggjunnar. Þá
er og nefndur til sögu dulhyggjumaðurinn Jakob Böhme, sem uppi var á
gróskutímum píetismans á 17. öld. A þessum vettvangi var hyldýpið eitt
sterkasta einkenni guðdómsins. I nútímanum telur höfundur þessa áherslu
119