Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 12
11
að kenningin sé röng þótt gögnin bendi til hins gagnstæða. Nánar tiltekið
gildir, fyrir sérhverja vísindakenningu K og reynslugögn G sem eiga að
styðja K, að það má hugsa sér aðra kenningu K* sem einnig er í samræmi
við G. Í vísindaheimspeki er þessu lýst með því að tala um að vísindalegar
kenningar séu vanákvarðaðar (e. underdetermined) af þeim gögnum sem
fyrir liggja hverju sinni.4 Þetta þýðir meðal annars að ólíkt því sem maður
heyrir stundum sagt í fjölmiðlum er ekkert til sem heitir vísindaleg sönnun –
sannanir fyrirfinnast eingöngu í stærðfræði, rökfræði og tengdum greinum
sem ekki styðjast við reynslugögn með beinum hætti til að skýra fortíðina
eða sjá fyrir um framtíðina.5
Longino bendir á að einhvern veginn þurfi að brúa þetta bil milli
reynslugagna og vísindakenninga ef við ætlum okkur að hafa einhverjar
vísindakenningar yfirleitt. Við þurfum með öðrum orðum að taka afstöðu
til þess hvort við eigum að samþykkja K eða K* þótt báðar kenningarnar
séu í samræmi við þau gögn G sem við höfum aflað. Það er á þessu stigi,
samkvæmt Longino, sem fordómar og hlutdrægni af ýmsu tagi geta haft
áhrif á það hvort tiltekin kenning sé álitin rétt eða röng, sönn eða ósönn.
Í bók sinni Science as Social Knowledge færir Longino rök fyrir því að við
brúum bilið milli athugana og kenninga oft með því að gefa okkur ýmsar
forsendur um það sem við erum að rannsaka.6 Oft eru þessar forsendur
4 Til eru ýmsar tegundir vanákvörðunar í vísindum, og eru þær teknar misalvarlega
af starfandi vísindamönnum. Sú tegund vanákvörðunar sem hefur vakið einna
mestan áhuga heimspekinga í gegnum tíðina kemur til sögunnar þegar tvær ólíkar
kenningar eru þannig að engin möguleg gögn eru talin geta skilið á milli þeirra.
Þessi tegund vanákvörðunar var meðal annars fyrirferðarmikil í hatrömmum
deilum isaacs Newton og Gottfrieds Leibniz um algilt rúm. Sjá til dæmis Nick
Hugget, Space from Zeno to Einstein, Cambridge: MiT Press, 1999. Longino hefur
þó ekki eingöngu þessa tegund vanákvörðunar í huga heldur einnig vanákvörðun
sem kemur til þegar gögnin sem fyrir liggja hverju sinni skera ekki úr um það með
óyggjandi hætti hvort kenningin sé sönn, en sú tegund vanákvörðunar er óumdeil-
anlega alltaf til staðar í þeim vísindum sem styðjast við reynslugögn yfirleitt.
5 Sjá til dæmis Finnur Dellsén, „Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að
eitthvað geti talist vísindalega sannað?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2016, sótt 29.
ágúst 2016 af http://visindavefur.is/svar.php?id=27761.
6 Helen Longino, Science as Social Knowledge, Princeton: Princeton University Press,
1990. Rétt er að benda á að Longino hefur einnig gagnrýnt vísindin fyrir karllægni
á öðrum forsendum – sjá Helen Longino, „Gender, Politics, and the Theoretical
Virtues“, Synthese 104/1995, bls. 383–397; Helen Longino, „Cognitive and Non-
Cognitive Values in Science. Rethinking the Dichotomy“, Feminism, Science, and
the Philosophy of Science, ritstj. Lynn H. Nelson og Jack Nelson, Dordrecht: Kluwer,
1996, bls. 39–58; og Helen Longino, Fate of Knowledge, Princeton, NJ: Princeton
University Press, 2002. Í stuttu máli má segja að í þessum ritum færi Longino rök
HLUTDRæGNi Í VÍSiNDUM