Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 93
92
þjóðina. En þótt líflausar stytturnar hafi skírskotað til asískrar brúðuleik-
húshefðar má fullyrða að þær hafi ekki síður dregið athygli að valdaleysi
hinna undirskipuðu í kambódísku samfélagi.46 Julia Dobson hefur bent
á að hlutverk þeirra fjögurra kvenna, sem koma við sögu í leikritinu, hafi
þann tilgang að gera félagslegum mismun skil. Það er rétt að Kossomak
drottning, vinkona hennar, Madame Mom Savay, sem og grænmetissal-
inn Kieu Samnol og fisksalinn Madame Lamné, endurspegla þjóðernis-
og stéttamun, ekki síður en ólík trúarbrögð og tungumál. Þær sameinast
hins vegar um að viðhalda minni og menningu Kambódíu á lofti og gera
það á forsendum feðraveldishugmynda, enda notast þær við sömu orð og
Sihanouk og Suramarit til að lýsa eilífðarlandinu Kambódíu.47 Þótt kon-
urnar séu fulltrúar ólíkra hópa og stétta standa þær ekki fyrir and-minni;
þær tjá ekki hugsanir hinna afskiptu í kambódísku samfélagi. Því má segja
að þögn bændastéttarinnar í leikritinu veiki röksemdir Cixous um að hún
endurskapi hugsanir og athafnir allra hópa sem koma við sögu. Hún legg-
ur vissulega áherslu á tilraunir Sihanouks til að samsama sig fjöldanum og
aðrar lykilpersónur gera einnig mikið úr vinsældum hans. Þrátt fyrir þetta
er samband hans við „umbjóðendur“ sína ekki þróað á gagnvirkan hátt.
Á hinn bóginn hefur Cixous fullt vald á orðræðu ólíkra valdahópa. Eftir
að Sihanouk hefur verið bolað frá völdum og sviptur getu til að etja saman
vestrænum ríkjum og kommúnistaríkjum neyðist hann til að reiða sig á
stuðning Kínverja og Víetnama. Það er einmitt í útlegðinni í Beijing sem
hið persónulega samband prinsins og þjóðarinnar fer að rakna í sundur.48
Þrátt fyrir reynslu sína af kommúnisma trúir hann í einfeldni sinni að
stjórnarhættir bandamanna sinna, Rauðu khmeranna, kunni að verða mild-
ari en ráða megi af hugmyndafræði þeirra („að heiðblár litur minn blandist
dimmrauðum lit þeirra til að verða ekki fjólublár heldur guðdómlega safr-
angulur“49). Á þennan hátt lýsir Cixous kjarnanum í valdakerfi Sihanouks:
Þótt hann hafi getað beitt harðræði var ofbeldið samt mildara en það sem
Bandaríkjamenn og kommúnistar beittu þjóð hans. Sihanouk skilgreinir
sjálfur „sósíalisma“ sinn sem „hófsaman,, búddískan og konunglegan“. 50
En á þessum tíma var pólitísk sýn Sihanouks aðeins draumur sem mundi
aldrei rætast. Eins og Suramarit orðar það við son sinn: „Hér ertu sonur
46 Adrian Kiernander, Ariane Mnouchkine, bls. 35.
47 Julia Dobson, Hélène Cixous and the Theatre, bls. 78–86.
48 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée, bls. 184.
49 Sama rit, bls. 198.
50 Sama rit, bls. 203.
iRma eRlingsDóttiR