Saga - 2012, Blaðsíða 10
un. Um þetta leyti var byggingarlist í Danmörku að hverfa frá aka-
demískum sögustíl, sem ríkjandi var þar um aldamótin á svokall -
aðri „dúskaöld“ (d. klunketid), og hélt þjóðernisrómantísk endur -
nýjun þá innreið sína. Í þeim anda störfuðu nýráðnir prófessorar í
arkitektúr, Martin Nyrop (1849–1920) frá 1906 og Hack Kampmann
(1856–1920) frá 1908, enda breytti og endurskipulagði hinn síðar-
nefndi fyrsta bekk hönnunarnámsins og kallaði „danska bekkinn“,
en þar skyldi sjónum fyrst og fremst beint að hefðbundinni danskri
byggingarlist.2
Kennari Guðjóns, Martin Nyrop, var einn helsti fulltrúi danskrar
þjóðernisrómantíkur. Á nánast öllum sviðum listar sinnar leitaði
hann eftir endurnýjun í þjóðlegum anda, allt frá drekastíl sýningar-
skálans á norrænu iðnaðar-, landbúnaðar- og listasýningunni 1888
(1885–1888), yfir í rómantíska upphafningu á litla danska húsinu
svonefnda („det lille danske hus“) og allt til ráðhússins í Kaup -
manna höfn (1888, 1890, 1892–1905).3
Hversu handgenginn Guðjón Samúelsson varð hugmyndaheimi
dönsku þjóðernisrómantíkurinnar á námsárunum verður ekki fullyrt
um í einstökum greinum.4 Óhætt er þó að segja að hann hafi til-
einkað sér þjóðernisrómantískt gildismat kennara síns Nyrops, flutt
það með sér til Íslands og verið því trúr alla sína tíð sem húsameist-
ari ríkisins. Þeir Nyrop eiga margt sammerkt, til að mynda að hríf ast
af alþýðlegri byggingarhefð sveitanna ellegar að leita að nýjum
þjóðlegum stíl fyrir viðhafnarbyggingar. Þar með tengist Guðjón
hinni íslensku hefð þjóðlegrar rómantíkur, órofinni frá tíð Fjölnis -
manna og Jóns Sigurðssonar.5
atli magnús seelow10
2 Sjá Knud Millech, „Arkitekturskolens Historie efter 1904“, Det Kongelige Akademi
for de skønne Kunster 1904–1954. Ritstj. Aage Marcus (Kaupmannahöfn: Gylden -
dal 1954), bls. 379–424.
3 Sjá Lise Funder, Arkitekten Martin Nyrop. (Kaupmannahöfn: Gyldendal 1979);
sbr. Knud Millech, Danske arkitekturstrømninger 1850–1950. Ritstj. Kay Fisker
(Kaupmanna höfn: Østifternes Kreditforening 1951), bls. 207–252.
4 Um þjóðernisrómantík í danskri byggingarlist sjá Barbara Miller Lane, National
Romanticism and Modern Architecture in Germany and the Scandinavian Countries
(Cambridge: Cambridge University Press 2000), bls. 163–168, 180–189.
5 Sjá Oskar Bandle, „Jónas Hallgrímsson und die ‚Nationalromantik‘“, Über -
Brücken. Festschrift für Ulrich Groenke zum 65. Geburtstag. Ritstj. Knud Brynhilds -
voll (Hamborg: H. Buske 1989), bls. 229–244; ísl. þýð. „Jónas Hall gríms son og
‚þjóðernisrómantíkin‘“, Undir Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson.
Ritstj. Sveinn Yngvi Egilsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2007),
bls. 157–169.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 10