Saga - 2012, Blaðsíða 195
jafn hlut drengja um það leyti sem fyrstu kvennaskólarnir taka til starfa á
áttunda og níunda áratug nítjándu aldar.
Tengslin milli áherslubreytinga í barnafræðslu og aukinna möguleika
kvenna til að afla sér framhaldsmenntunar birtast einnig í því að aukin
áhersla á opinbera fræðslu barna skapaði eftirspurn eftir sérmenntuðum
kennurum. Með aukinni almenningsmenntun átti kennarastarfið í flestum
vestrænum samfélögum eftir að verða það starf sem opnaði konum leið til
framhaldsmenntunar og aukna möguleika á launavinnu. Tengsl þessara
tveggja strauma, þ.e. aukinna krafna um sérmenntun kvenna og aukins
áhuga á eflingu barnafræðslunnar, eru því ef til vill augljósari en ætla mætti.
Erla Hulda greinir frá því að aukinn áhugi á stúlknaskólum erlendis hafi
ekki einvörðungu stafað af almennum umbótum í fræðslumálum, heldur
hafi hann tengst öðrum þræði þeirri staðreynd að konur voru fleiri en karl-
ar. Sífellt fleiri dætur í ört vaxandi borgarastétt, sem ekki áttu þess kost að
ganga í hjónband, urðu að afla sér lífsviðurværis með öðrum hætti (bls.
100–101). Margar þessara kvenna áttu eftir að leggja fyrir sig kennslu og
tryggði nám í kvennaskólum mörgum þeirra kennarastarf í barnaskólum.
Erla Hulda rekur sögu kvennaskóla Nathalie Zahle í Danmörku en Zahle
kom jafnframt á sérstöku kennaranámi fyrir konur (bls. 103–105). Nokkrar
þeirra íslensku kvenna, sem Erla Hulda fjallar um, menntuðust í Zahle-skól-
anum. Þetta á einkum við um þær konur sem veittu íslensku kvennaskól-
unum forstöðu (bls. 29). Rannsókn Erlu Huldu bendir þó ekki til þess að
kvennaskólagengnar konur hér á landi hafi lagt fyrir sig barnafræðslu á
þeim tíma sem ritgerð hennar tekur til. Tvær konur, þær Guðrún Þorgríms -
dóttir og Þóra Johnsen (síðar Melsteð), komu þó á fót stúlknaskóla í Reykja -
vík um 1850. Erla Hulda sýnir vel að á þessum tíma voru forsendur kvenna
til að afla sér lífsviðurværis með kennslu í smábænum Reykjavík bágar og
skólinn var einungis rekinn um nokkurra ára skeið. Með tilkomu kvenna-
skólanna hér á landi jukust möguleikar kvenna á að starfa við heimilis-
kennslu. Erla Hulda hefur eftir einum bréfritara sínum að slíkt hafi þó verið
fremur sjaldgæft við lok nítjándu aldar (bls. 269–271). Hún segir frá fyrstu
kennslukonunni við Barnaskólann í Reykjavík á níunda áratugnum, Val -
gerði Jónsdóttur og telur að þarna sé um talsverð tímamót að ræða. Hún
segir: „Þessi „stóru skref“ voru konum ekki auðveld því að með þeim viku
þær af beinni braut styðjandi kvenleika, voru ekki lengur sannar konur“
(bls. 270–271). Þessi niðurstaða Erlu Huldu kemur nokkuð á óvart í ljósi þess
að á þessum sama tíma starfaði fjöldi kvenna í Danmörku við barnafræðslu.
Þá er vert að geta þess að í upphafi tíunda áratugar nítjándu aldar var um
þriðjungur kvenna í kennaradeild Flensborgarskóla konur. Skýrsla Guð -
mundar Finnbogasonar um fræðslu barna og unglinga, sem unnin var árið
sem rannsóknartímabili Erlu Huldu lýkur (skólaárið 1903–1904), bendir ekki
til þess heldur að kennarastarfið hafi verið konum framandi. Guð mundur
tók saman upplýsingar um menntun kennara og sýnir að 54 kennslukonur á
landinu voru kvennaskólagengnar. Slíkt gefur tæplega til kynna að það hafi
andmæli 195
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 195