Saga - 2012, Blaðsíða 121
Með hliðsjón af nútíma sjúkdómsgreiningu á meðfæddum van-
skapnaði, eins og þeim sem lýst er í fornnorskum og íslenskum
kristinrétti, má ætla að í langflestum tilfellum sé verið að lýsa
meðfæddum vanskapnaði á höfði sem veldur afmynduðu og í sum-
um tilvikum ómennsku útliti. Lýsingar á barni með hundshöfuð en
ekki mannshöfuð, með höfuð þar sem hnakki skyldi vera eða augu
aftan í höfði, höku milli herða (sjá töflu 1) getur átt við marga
meðfædda vanskapnaði sem valda mjög afbrigðilegri lögun á höfði
og andliti barnanna. Má þar nefna sem dæmi heilaleysi að hluta eða
öllu leyti (meroanencephaly, anencephaly), dverghöfuð (microcep-
haly) eða óeðlilegt höfuðlag sem stafar af ótímabærum kúpubeina-
samvexti (craniosynostosis) á fósturskeiði. Belgur þar sem munn-
sköp skyldu vera gæti verið lýsing á alvarlegum vanskapnaði þar
sem munn eða allt andlit vantar (acardius acephalus, holoprocep-
haly) eða afmyndun munnsvæðis á borð við klofna vör og góm í
sinni verstu mynd. Barn sem hefur ekki mannsrödd er vísbending
um litningagalla sem kallast cri du chat-heilkenni; helsta einkenni
er skerandi grátur barnsins, sem minnir á kattarvæl, og dverghöfuð.
Selshreifar á nýfæddu barni getur átt við tvo mismunandi fæðing-
argalla, samvaxna fingur eða tær (syndactyly) og einnig afbrigðilega
stutta útlimi sem koma beint frá öxlum og mjöðmum (seal limb
syndrome). Þegar barn er með tær þar sem hælar skulu vera og
hæla þar sem tær skyldu, er verið að lýsa klumbufótum (clubfoot)
sem einkennist af óeðlilegri lögun og snúningi fóta.65
Ef litið er til faraldsfræðinnar er talið að um það bil 3% af öllum
lifandi fæddum börnum fæðist með auðsjáanlega alvarlega van-
sköpun. Margar gerðir af vanskapnaði getur verið um að ræða hjá
hverju barni.66 Á Íslandi fæddust til dæmis 23 börn með heilaleysi
og 73 með klumbufætur á árabilinu 1972–1986.67
Ef gert er ráð fyrir að hlutfall þessa vanskapnaðar hafi verið
svipað á heiðnum tíma á Norðurlöndum og er á Íslandi í nútíma-
vansköpuð börn 121
65 Keith L. Moore og T.V.N. Persaud, The Developing Human. Clinically Oriented
Embryology (Philadelphia: Saunders 2003), bls. 232–235, 394, 417–418, 438;
Fredrik Grøn, „Misfostrene í de gamle norske love“, bls. 294–295; A.W. Bates,
Emblematic Monsters, bls. 227.
66 Keith L. Moore og T.V.N. Persaud, The Developing Human, bls. 184.
67 Vef. http://64.233.183.104/search?q=cache:dEXPHKeTh8EJ: www.landlaeknir.
is/Uploads/… [skoðað 07.03.2012.] Reglubundin ómskoðun til að greina
afbrigðilegt útlit fósturs hófst á árunum 1984–1986, sjá Reynir Tómas Geirsson,
„Ómskoðun við 18–20 vikur“, Læknablaðið 87 (2001), bls. 403.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 121