Saga - 2012, Blaðsíða 120
fædd ist með mannsmynd en hafði einn eða fleiri aukaútlimi „monstr -
um“, „prodigium“ eða barn?59 Samkvæmt erfðalögum Jústin íans
keisara frá 530 hafði barn ekki erfðarétt ef það taldist vera van-
skapningur.60 Ákvæði í anda þessara laga er að finna í erfðaþætti
Grágásar þar sem segir að barn hafi eingöngu rétt til arfs ef það get-
ur nærst.61 Heimildir eru um að í fornum rómarrétti hafi útlit
höfuðs á barninu skorið úr um hvort það taldist vera mennskt eða
vanskapningur.62
Rómarréttur notar orðin monstrum, ostenta, prodigium um van-
sköpuð börn en er spar á lýsingar. Orðið örkuml er notað í norsk-
um og íslenskum kristinrétti auk lýsinga á vanskapnaði barnanna
sem gefa kost á að greina hvaða meðfædda vanskapnað um er að
ræða.
Þekktir meðfæddir vanskapnaðir í heiðni
Upptalning og lýsingar á vanskapnaði þeirra barna sem greinir frá
í norskum kristinrétti eru mjög ruglingslegar og óskýrar. Oft er erfitt
að greina hvort verið sé að lýsa einni tegund af vanskapnaði eða
mörgum hjá sama barninu.63 Lýsingar norskra miðaldamanna á
meðfæddum vanskapnaði eru í samræmi við lýsingar á fæðingu
vanskapaðra barna í rituðum heimildum í Evrópu á 16. og 17. öld.
Notaðar eru samlíkingar við dýr sem fólk þekkir úr dýraríkinu; í
norskum kristinrétti eru börn með vanskapað höfuð sögð vera með
hundshöfuð, en í Evrópu eru þau ýmist með hunds- froska- eða
ljónshöfuð. Börnum með vanskapaða útlimi er líkt við seli.64
brynja björnsdóttir120
58 Corpus Juris Civilis, lagasafn sem tekið var saman á dögum Jústiníans keisara
og geymir forn rómversk lög og lög úr valdatíð Jústiníans (527–565), sjá Alan
Watson „Preface “, The Digest of Justinian, vol. 1. Þýð. Alan Watson (Phila -
dephia: University of Pennsylvania Press 1985), bls. xi.
59 The Digest of Justinian, vol. 1, bls. 17 og vol. IV, bls. 938 og 947.
60 Corpus Juris Civilis vol. II. Ritstj. Fratres Kriegelli (Stuttgart: W. Cohlhammer
1890), lib VI, kafli 29, bls. 401; Fredrik Grøn, „Om misfostrene i de gamle
norske love“, bls. 274.
61 Grágás, bls. 50 og 71.
62 Konrad Maurer, Vorlesung über Altnordishe Rechtsgeschichte, 2. bindi (Osna -
brück: Otto Zeller 1966), bls. 432. Fredrik Grøn, „Om misfostrene i de gamle
norske love“, bls. 272.
63 Norges gamle Love indtil 1387 I, bls. 12, 339, 376 og 395.
64 A.W. Bates, Emblematic Monsters, bls. 175–177 og 184–190.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 120