Saga - 2012, Blaðsíða 51
Kosningarétturinn varð æ mikilvægara tæki í augum margra
kvenna undir aldamótin 1900, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Þeirri kröfu var hins vegar markvisst haldið frá þingum ICW til þess
að ná til sem flestra kvennasamtaka. Árið 1902 höfðu nokkrar konur
fengið nóg og boðuðu til stofnunar alþjóða-kosningaréttarsamtaka
kvenna, International Women Suffrage Alliance, eða IWSA.50 Samtökin
höfðu það höfuðmarkmið að beita sér fyrir kosningarétti allra kvenna
í heiminum. Skipulagsreynsla, peningar og hugkvæmni bandarískra
kvenna nýttust vel í þessu starfi. Til þess að halda með limum við
efnið voru þing haldin annað hvert ár. Einstaklingar gátu orðið
styrktarfélagar en aðeins landssamtök gátu gengið í samtökin eða n.k.
regnhlífarsamtök sem náðu yfir ákveðið svæði. Forystu konur fóru í
„trúboðsferðir“ um heimsbyggðina til þess að koma boðskapnum á
framfæri, hafa uppi á vænlegum forystukonum og stuðla að stofnun
félaga, og ótal kynningarbréf voru send um heimsbyggðina.
Ritstýrur blaða þóttu mjög efnilegar baráttukonur. Þær höfðu
sambönd í sínum heimalöndum og gátu haft áhrif á almennings-
álitið með skrifum í blöð sín. Því var það að vorið 1905 barst ritstýru
Kvennablaðsins, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, örlagaríkt bréf. Það var
skrifað í New York og undirritað af Carrie Chapman Catt, forseta
IWSA. Íslenska þýðingin hljóðar svo:51
Kæra frú Ásmundsson.
Frú Münter [Johanne Münter, ein af forystukonum dönsku kvenrétt-
indabaráttunnar] í Kaupmannahöfn sagði mér frá þér og sendi mér
heimilisfangið þitt. Í síðustu viku maímánaðar árið 1906 verður haldin
alþjóðleg kosningaréttarráðstefna kvenna í Lundúnum. Við viljum
mjög gjarnan að einhverjar íslenskar konur sæki ráðstefnuna og segi
okkur frá því hvernig konur fengu kosningarétt til bæjar- og sveitar-
stjórna, hvernig þær nota réttinn og allt annað þaraðlútandi. Ég geri
mér vonir um að þá verði búið að stofna íslenskt kosningaréttarfélag
kvenna og það gengið í International Woman Suffrage Alliance.
Málstaður okkar er hinn sami um allan heim, og sameiningarmáttur-
inn í alþjóðlegum samtökum hjálpar okkur öllum. Væri hægt að koma
þessu í kring á Íslandi?
Ég vonast til að heyra frá þér og sjá þig í Lundúnum að ári.
Þín einlæg, Carrie Chapman Catt.
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 51
50 Sjá Leila J. Rupp, Worlds of Women. The Making of an International Women’s
Move ment (Princeton: Princeton University Press 1997), bls. 22. Einnig Deborah
Stienstra, Women’s Movements and International Organizations, bls. 49–50.
51 Lbs. 3608 4to (Bréfasafn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur). Carrie Chapman Catt til
Bríet ar Bjarnhéðinsdóttur 27. maí 1905.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 51